Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2016 09:41 Will Smith sem Deadshot og Margot Robbie sem Harley Quinn. Vísir/IMDB Nýjasta „ofurhetjumyndin“, Suicide Squad er að fá hrikalega dóma frá gagnrýnendum ytra. Til að taka þá saman og setja í samhengi er hermt að hún sé ekki eins slæm og Batman v Superman: Dawn of Justice, sem kom út fyrr í ár og var slátrað af gagnrýnendum, en engu að síður alls ekki góð.Hér fyrir neðan er farið yfir nokkra dóma og það gæti spillt fyrir áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá myndina og er þeim því ráðlagt að hætta lestri.Hópurinn sem myndar Suicide Squad.Vísir/IMDBSuicide Squad er samansafn illmenna úr DC-myndasöguheiminum. Þó hún falli innan ofurhetjugeirans þá verða þessi illmenni sem í myndinni eru seint flokkuð sem hetjur. Í myndinni er illmennunum gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðist feigðarför. Það sem gagnrýnendum heilt yfir líkaði við myndina er persónan Amanda Waller, leikin af Violu Davis, en sú setur saman þetta teymi illmenna. Þá voru gagnrýnendur einnig frekar hrifnir af Margot Robbie í hlutverki Harley Quinn og almennt jákvæðir í garð leikarahópsins en saga myndarinnar sögð úti á þekju og ítrekuð endurlit úr fortíðinni sögð gera lítið annað en að þvæla söguþræðinum.„Ekki viðbjargandi“Richard Lawler hjá Vanity Fair segir Suicide Squad vera slæma mynd, og ekki það slæma að hægt sé að hafa gaman að henni. „Henni er ekki viðbjargandi. Hún er bara slæm. Hún er ljót og leiðinleg.“ Alonso Duralde hjá The Wrap segir leikstjórann David Ayer, sem á að baki myndirnar Fury og End of Watch, reyna að setja saman áhugaverðan hóp utangarðsmanna en niðurstaðan en ráði alls ekki við það og reyni að segja allt of mikið á of stuttum tíma.Matt Singer hjá Screen Crush hefur þetta um myndina að segja: „Bragðdauf, leiðinleg og stundum samhengislaus. Suicide Squad er stórslys sem veldur vonbrigðum.“Robbie Collin hjá Telegraph segir að þegar myndin sé borin saman við það sem leikstjórinn James Gunn og Marvel Studios náðu að gera með Guardians of the Galaxy þá sé Suicide Squad virkilega pínleg. „Maður fær svo mikinn kjánahroll að tennurnar losna.“Aðdáendur kalla eftir lokun Rotten Tomatoes Það eru þó ekki allir neikvæðir, þó svo að þeir séu í minnihluta. Á vef Rotten Tomatoes eru teknir saman dómar um myndina og kemur þá í ljós að 36 prósent eru jákvæð í garð hennar. Sem er ekkert stórkostlegt miðað við hve miklu er kostað til. Aðdáendur DC-myndasagna eru þó margir hverjir svo vonsviknir með þessa dóma að þeir hafa komið af stað undirskriftasöfnun sem miðast að því að fá Rotten Tomatoes síðunni lokað. Hana er að finna á vefnum Change.com en þar er kallað eftir því að Rotten Tomatoes verði lokað því gagnrýnendur gefa DC-myndum svo ósanngjarna dóma.Hlutur JókersinsJared Leto og Margot Robbie sem Jókerinn og Harley Quinn.Vísir/IMDBÞað sem hefur vakið hvað mesta umtalið fyrir frumsýningu þessarar myndar er að Jared Leto leikur Jókerinn og bíða margir spenntir eftir að sjá hann í því hlutverki. Allt kynningarefni fyrir myndina virðist gefa til kynna að hann leiki nokkuð stóran þátt í þessari mynd en gagnrýnendur benda hins vegar á að svo er ekki.Alonso Duralde hjá The Wrap segir: „Ef plakötin fengu þig til að trúa að þú fengir að sjá mikið af Jared Leto sem Jókerinn þá verður þú fyrir vonbrigðum. Hann er í litlu hlutverki sem hann er til að laða að kvikmyndahúsagesti og væntanlega til að kynna hann inn í DC-myndir framtíðarinnar.“Angie Han hjá Slash Film segir Leto alls ekki skelfilegan sem Jókerinn en hann komist ekki með tærnar þar sem Heath Ledger hafði hælana sem Jókerinn í The Dark Knight. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta „ofurhetjumyndin“, Suicide Squad er að fá hrikalega dóma frá gagnrýnendum ytra. Til að taka þá saman og setja í samhengi er hermt að hún sé ekki eins slæm og Batman v Superman: Dawn of Justice, sem kom út fyrr í ár og var slátrað af gagnrýnendum, en engu að síður alls ekki góð.Hér fyrir neðan er farið yfir nokkra dóma og það gæti spillt fyrir áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá myndina og er þeim því ráðlagt að hætta lestri.Hópurinn sem myndar Suicide Squad.Vísir/IMDBSuicide Squad er samansafn illmenna úr DC-myndasöguheiminum. Þó hún falli innan ofurhetjugeirans þá verða þessi illmenni sem í myndinni eru seint flokkuð sem hetjur. Í myndinni er illmennunum gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðist feigðarför. Það sem gagnrýnendum heilt yfir líkaði við myndina er persónan Amanda Waller, leikin af Violu Davis, en sú setur saman þetta teymi illmenna. Þá voru gagnrýnendur einnig frekar hrifnir af Margot Robbie í hlutverki Harley Quinn og almennt jákvæðir í garð leikarahópsins en saga myndarinnar sögð úti á þekju og ítrekuð endurlit úr fortíðinni sögð gera lítið annað en að þvæla söguþræðinum.„Ekki viðbjargandi“Richard Lawler hjá Vanity Fair segir Suicide Squad vera slæma mynd, og ekki það slæma að hægt sé að hafa gaman að henni. „Henni er ekki viðbjargandi. Hún er bara slæm. Hún er ljót og leiðinleg.“ Alonso Duralde hjá The Wrap segir leikstjórann David Ayer, sem á að baki myndirnar Fury og End of Watch, reyna að setja saman áhugaverðan hóp utangarðsmanna en niðurstaðan en ráði alls ekki við það og reyni að segja allt of mikið á of stuttum tíma.Matt Singer hjá Screen Crush hefur þetta um myndina að segja: „Bragðdauf, leiðinleg og stundum samhengislaus. Suicide Squad er stórslys sem veldur vonbrigðum.“Robbie Collin hjá Telegraph segir að þegar myndin sé borin saman við það sem leikstjórinn James Gunn og Marvel Studios náðu að gera með Guardians of the Galaxy þá sé Suicide Squad virkilega pínleg. „Maður fær svo mikinn kjánahroll að tennurnar losna.“Aðdáendur kalla eftir lokun Rotten Tomatoes Það eru þó ekki allir neikvæðir, þó svo að þeir séu í minnihluta. Á vef Rotten Tomatoes eru teknir saman dómar um myndina og kemur þá í ljós að 36 prósent eru jákvæð í garð hennar. Sem er ekkert stórkostlegt miðað við hve miklu er kostað til. Aðdáendur DC-myndasagna eru þó margir hverjir svo vonsviknir með þessa dóma að þeir hafa komið af stað undirskriftasöfnun sem miðast að því að fá Rotten Tomatoes síðunni lokað. Hana er að finna á vefnum Change.com en þar er kallað eftir því að Rotten Tomatoes verði lokað því gagnrýnendur gefa DC-myndum svo ósanngjarna dóma.Hlutur JókersinsJared Leto og Margot Robbie sem Jókerinn og Harley Quinn.Vísir/IMDBÞað sem hefur vakið hvað mesta umtalið fyrir frumsýningu þessarar myndar er að Jared Leto leikur Jókerinn og bíða margir spenntir eftir að sjá hann í því hlutverki. Allt kynningarefni fyrir myndina virðist gefa til kynna að hann leiki nokkuð stóran þátt í þessari mynd en gagnrýnendur benda hins vegar á að svo er ekki.Alonso Duralde hjá The Wrap segir: „Ef plakötin fengu þig til að trúa að þú fengir að sjá mikið af Jared Leto sem Jókerinn þá verður þú fyrir vonbrigðum. Hann er í litlu hlutverki sem hann er til að laða að kvikmyndahúsagesti og væntanlega til að kynna hann inn í DC-myndir framtíðarinnar.“Angie Han hjá Slash Film segir Leto alls ekki skelfilegan sem Jókerinn en hann komist ekki með tærnar þar sem Heath Ledger hafði hælana sem Jókerinn í The Dark Knight.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23
Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30
Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56