Körfubolti

Ein öflugasta þriggja stiga skytta landsins á Krókinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin Magnús Bracey er frábær þriggja stiga skytta.
Austin Magnús Bracey er frábær þriggja stiga skytta. vísir/stefán
Tindastóll hefur samið við Austin Magnús Bracey um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Austin kemur til Stólanna frá Snæfelli þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Þar áður lék hann með Hetti á Egilsstöðum.

Austin er öflug skytta en hann var með 38,4% nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrra. Tímabilið 2014-15 var hann með lygilega 46,5% þriggja stiga nýtingu.

Austin skoraði 16,3 stig, tók 3,8 fráköst og gaf 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Austin er með íslenskt ríkisfang en móðir hans er íslensk. Faðir hans, Valray Bracey, lék hér á landi með Fram á árum áður.

Stólarnir tefla því fram tveimur erlendum leikmönnum með íslenskt ríkisfang á næsta tímabili en Bretinn Christopher Caird samdi við Tindastól fyrr í sumar. Stólararnir eiga hins vegar enn eftir að finna sér Bandaríkjamenn fyrir átökin í Domino's deildinni næsta vetur.

Tindastóll féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum Domino's deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×