28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin Jóhann ÓLI EIÐSSON skrifar 29. júlí 2016 22:05 Umrædd vél er leiguvél sem félagið notar þar sem afhending á nýrri Airbus vél tafðist. Vísir/vilhelm 28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35
Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05
Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22