Barist í Liverpool á morgun Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júlí 2016 21:45 Bjarki Þór Pálsson er tilbúinn í sinn fyrsta atvinnubardaga. Sóllilja Baltasardóttir Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér. MMA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér.
MMA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira