Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2016 19:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“ Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. Hún fagnar aðild Svartfjallalands að Atlantshafsbandalaginu en Svartfjallaland varð í vikunni 29. aðildarríki bandalagsins. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti á fimmtudagskvöld fund með Jens Stoltenberg utanríkisráðherra en Lilja var í Brussel á fundi utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins. Svartfjallaland varð vikunni 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og undirrituðu utanríkisráðherrarnir viðauka þess efnis við stofnsáttmála NATÓ í Brussel. Ágreiningur NATÓ-ríkjanna og Rússlands um málefni Úkraínu er ofarlega á baugi um þessar mundir en samskipti NATÓ-ríkjanna og Rússlands hafa verið mjög takmörkuð síðastliðið ár. „Samskiptin hafa verið takmörkuð upp á síðkastið. Það er ríkur vilji til þess að NATÓ-ríkin sýni festu og staðfestu en jafnframt líka halda samtalinu opnu við Rússland og rússnesks stjórnvöld. Það var samþykkt á fundinum að boða til fundar í NATÓ-Rússlandsráðinu fyrir leiðtogafundinn í Varsjá sem verður í júlí á þessu ári,“ segir Lilja. Utanríkisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland fyrst ríkja rjúfi samstöðu vestrænna ríkja og semji sig frá stuðningi viðskiptaþvingana gagnvart Rússum. Það var mikill þrýstingur frá útgerðinni að Ísland myndi með einhverjum hætti semja sig frá þessum þvingunum eða með einhverjum hætti tryggja að fiskurinn kæmist áfram á markað í Rússland þrátt fyrir gagnaðgerðir Rússa en Rússar lokuðu á sölu íslenskra afurða vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB og NATÓ-ríkjanna.Hvað fannst þér um þennan þrýsting útgerðarinnar? „Það sem útgerðin var að benda á er að það eru gjaldeyristekjur sem hafa farið forgörðum. Samskipti Íslands og Rússlands varðandi viðskipti eiga sér 70 ára sögu og auðvitað fannst öllum erfitt að við værum að missa hreinar gjaldeyristekjur fyrir sjávarútveginn,“ segir Lilja. Um er að ræða uppsjávarfisk eins og makríl og síld. Lengi vel fundust ekki nýir markaðir fyrir þær afurðir sem ekki tókst að selja til Rússlands vegna gagnaðgerða Rússa. Í utanríkisráðuneytinu hefur verið unnið að því að leita lausna og fær Lilja greiningu um nýja markaði vegna sölu uppsjávarfisks í næstu viku. „Við erum að skoða þetta þessa dagana og erum að skoða á hvaða markaði þessi fiskur hefur farið á. Ég á eftir að fá yfirlit og mun fá það í næstu viku, hvernig þessu hefur vegnað.“
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent