Ytri Evrópusamvinna gæti tekið við af ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Útganga Bretlands úr ESB hefur töluverð áhrif á Ísland þar sem Bretland er okkar nánasti viðskiptaaðili í Evrópu. Ef af henni verður mun vera minni áhugi á Íslandi fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið að mati stjórnmálafræðinga. Vísir/HörðurSveinsson Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ef af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í næsta mánuði, gæti á næstu árum orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu sem næði yfir Bretland, Noreg, Sviss og Ísland ásamt nokkrum smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði. Hann kynnti hugmyndir sínar um slíka samvinnu á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga í gær. „Bretland er nánasti viðskiptaaðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir þorskastríðin og IceSave. Samband okkar við Bretland er virkilega mikilvægt, ekki einungis þegar kemur að efnahagsmálum, heldur er Ísland að færast meira í átt að Bretlandi menningarlega séð,“ sagði Eiríkur á fundinum.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, beitir sér fyrir áframhaldand viðveru í ESB. Fréttablaðið/Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Ef af útgöngu verður telur Eiríkur að það muni hafa veruleg áhrif á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þá fjarlægist Evrópusambandið okkur og minni áhugi væri á Íslandi fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann bætti þó við að hann teldi að Bretar muni ekki segja sig úr ESB. Ef af útgöngu verður telur hann möguleika á nýju tækifæri í Evrópusamstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið 2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða möguleikann á því að stofna samtök fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að auka nánd við ESB.“Skoðunakannanir benda til þess að tvísýnt sé með hvort Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í næsta mánuði.Reynt var að fá Noreg til að taka þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland þar sem við vorum í aðildarviðræðum við ESB á þeim tíma. „Þetta er eitthvað sem gæti verið endurskoðað með nýjum formerkjum ef Bretland yfirgefur ESB að mínu mati. Bretland gæti þá verið stórþjóðin í ytra lagi af Evrópusamvinnu sem myndi líklega ná til EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San Marínó og Ermarsundseyjanna,“ sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar umræður um þetta í Bretlandi, en ég held að þessi hugmynd verði viðruð fljótlega ef af útgöngu verður.“ Skoðanakannanir eru tvísýnar um áframhaldandi viðveru Breta í ESB. David Cameron forsætisráðherra beitir sér þó áfram fyrir áframhaldandi viðveru.Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira