Skákmeistarar lofa tilþrifum Svavar Hávarðsson skrifar 21. maí 2016 10:00 Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. Vísir/Anton Brink Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson. Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson.
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira