Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 21. maí 2016 07:00 Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun