Skapandi greinar verði hreyfiafl í borginni Birta Björnsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 21:48 Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hin gamla síldarverksmiðja gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga og kemur til með að hýsa Nýlistasafnið, Gallerí Kling og Bang, i-8 og vinnustofu og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Það er Reykjavíkurborg sem leigir húsið af HB Granda til 15 ára en borgun framleigir svo rýmið til áðurnefndra aðila. Auk þess stendur til að opna veitingahús á jarðhæðinni. „HB Grandi hefur staðir fyrir talsverðum breytingum á svæðinu undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum síðan voru svo fjarlægd síló hér fyrir framan húsið og það fór að birtast hér í borgarmyndinni. Við urðum fljótt mjög áhugasamir um húsið. Að þetta væri hús sem ætti að fá gott hlutverk í borginni. Við nálguðumst svo HB Granda um að við værum með hugmynd að nýtingu á húsinu eftir að hugmyndirnar höfðu gerjast í hausnum á okkur í nokkurn tíma," segir Steinþór Kári Kárason, arkitekt og annar hugmyndasmiða verkefnisins. „Við vorum búin að velta því fyrir okkur hvernig við gætum nýtt þetta fallega hús. Það hentar ekki mjög vel til nútíma fiskvinnslu. Þetta varð niðurstaðan og við erum mjög sátt með hana," segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, aðspurður um tildrög leigusamningsins sem undirritaður var í dag. „Borgin kemur inn í þetta til þess að þetta verði að veruleika, leigir húsið af HB Granda og framleigir það. Við erum nokkurs konar ljósmóðir í þessu en treystum að öllu leyti þessum aðilum mjög vel til að láta húsið vaxa og dafna,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Það er dálítið gaman að því hvernig þetta varð til. Þegar við uppgötvuðum þetta hús þá fréttum við af því að bæði Nýlistasafnið og Kling og Bang væru að missa sín húsnæði. Á sama tíma fréttum við af því að Ólafur Elíasson hefði áhuga á því að koma meira hingað til lands og vera hér með aðstöðu. Þetta gerist eiginlega allt á sama tíma," segir Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt og hinn hugmyndasmiður verkefnisins. Bygging síldarverksmiðjunnar hófst árið 1948 og var framkvæmdin að hluta til fjármögnuð með Marshall - aðstoð Bandaríkjamanna eftir stríð. Húsið hefur verið kallað Marshall-húsið allar götur síðan. „Það er svolítið táknrænt að það séu skapandi greinar sem komi hingað inn vegna þess að ég held að við eigum mikið undir því að skapandi greinar verði hreyfiafl hér í borginni," segir Dagur.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira