WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 15:40 WOW segist hafa farið eftir reglum Háskóla Íslands í einu og öllu í málinu. Vísir/Vilhelm Starfsnám fyrir lögfræðinema sem flugfélagið WOW air auglýsti á dögunum, og Bandalag háskólamanna (BHM) hefur gert athugasemd við, er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina. Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. WOW óskaði eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám með möguleika á sumarstarfi í framhaldinu. Lögmaður BHM hefur sent flugfélaginu bréf vegna auglýsingarinnar og gerir athugasemdir við hana. Í bréfinu segir að þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda í auglýsingunni bendi til þess að um ólaunað starf, en ekki starfsnám, sé að ræða. Svo virðist sem það hafi ekki verið skipulagt í samvinnu við lagadeildir Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík.Auglýsingin sem allt snýst um.WOW komi ekki að samningum reglna um starfsnám Í tilkynningunni frá WOW segir að starfsnámið, eða námsvistin, hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Það sé að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar skólans um slíka námsvist. „Starfsnám er hluti af námi nemenda,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Fyrir starfsnám sem samþykkt er af námsnefnd fá nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna var tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klst. á fjögurra til átta vikna tímabili.“ WOW segir það koma á óvart að BHM skuli beina spjótum sínum eingöngu að sér. Félagið hafi farið eftir reglum háskólans í einu og öllu og segir að ólaunað starfsnám háskólanema hafi tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna. „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna. WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Starfsnám fyrir lögfræðinema sem flugfélagið WOW air auglýsti á dögunum, og Bandalag háskólamanna (BHM) hefur gert athugasemd við, er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina. Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. WOW óskaði eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám með möguleika á sumarstarfi í framhaldinu. Lögmaður BHM hefur sent flugfélaginu bréf vegna auglýsingarinnar og gerir athugasemdir við hana. Í bréfinu segir að þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda í auglýsingunni bendi til þess að um ólaunað starf, en ekki starfsnám, sé að ræða. Svo virðist sem það hafi ekki verið skipulagt í samvinnu við lagadeildir Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík.Auglýsingin sem allt snýst um.WOW komi ekki að samningum reglna um starfsnám Í tilkynningunni frá WOW segir að starfsnámið, eða námsvistin, hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Það sé að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar skólans um slíka námsvist. „Starfsnám er hluti af námi nemenda,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Fyrir starfsnám sem samþykkt er af námsnefnd fá nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna var tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klst. á fjögurra til átta vikna tímabili.“ WOW segir það koma á óvart að BHM skuli beina spjótum sínum eingöngu að sér. Félagið hafi farið eftir reglum háskólans í einu og öllu og segir að ólaunað starfsnám háskólanema hafi tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna. „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna. WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20