Wolf er til skoðunar hjá efnahagsglæpadeild lögreglunnar.
Á þriðjudaginn var Wolf rekinn fyrirvaralaust eftir að hafa stjórnað bankanum í sjö ár. Þessi róttæka ákvörðun kom mörgum á óvart. Ekki síst þar sem stjórnarformaður sundström rökstuddi ákvörðunina með því að óánægja viðskiptavina og samstarfsaðila væri mikil.
Margir túlkuðu skiptin sem aðferð fyrir sundström til að leisa úr fasteignaviðskiptum sem bankinn hefur staðið í og styr hefur staðið um. Sundström sjálfur samþykkti öll viðskiptin.
Swedbank er með tæplega 17 þúsund starfsmenn og 9,5 milljónir viðskiptavina í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Bankinn er með 317 útibú í Svíþjóð og yfir 200 í baltnesku löndunum. Bankinn er líka með starfsemi í Kaupmannahöfn, Helsinkí, Lúxemborg, Marbella, New York, Osló og Shanghai.