Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Guðrún Ansnes skrifar 11. febrúar 2016 11:00 Sögupersónan Andri þykir tikka í flest box hinnar norrænu erkitýpu, dálítið þunglyndur og félagsfælinn. „Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum. Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Sjá meira
„Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum.
Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48