Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol. Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol.
Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28