Obama hyggst tilnefna dómara í næstu viku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna nýjan dómara í næstu viku. Nordicphotos/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira