Samstarf fjölskyldunnar gengur vel Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. júní 2016 09:00 Hjónin Helga Rós og Ragnar Bragason ásamt drengjunum sínum Alvin Huga og Bjarti Elí. Visir/Anton Tökur hafa gengið vel í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Vísir/Anton Hér hefur allt gengið að óskum og áfallalaust fyrir sig. Við erum að verða hálfnuð með tökurnar og erum staðsett sem stendur í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Seinni hluti tökuplansins fer svo fram víðs vegar um Reykjavíkursvæðið,“ svarar Ragnar Bragason leikstjóri spurður út í tökur á þáttaröðinni Fangar. Upphaf þessarar þáttaraðar má rekja til rannsóknarvinnu þeirra Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í kvennafangelsið í Kópavogi í heil sjö ár, en þær fara báðar með hlutverk í þáttunum. Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason skrifuðu handritið sem fjallar um Lindu, unga konu frá Reykjavík sem færð er í kvennafangelsið eftir alvarlega líkamsárás á föður sinn. „Þetta er mikið fjölskyldudrama, við kynnumst fjölskyldu sem dílar við mikinn harmleik. Í sögunni kynnist við Lindu, einni af tveimur dætrum þekkts manns úr viðskiptalífinu. Líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn og veitt honum lífshættulega áverka. Við erum í rauninni að fylgja konunum í þessari fjölskyldu eftir og sjá hvernig þær díla við þessar aðstæður,“ segir Ragnar og bætir við að í fangelsinu kynnist Linda konum af öðru sauðahúsi, sem allar hafa sögu að segja. Margir spyrja sig eflaust hvort þáttaröðin sé í líkingu við fangaþáttinn vinsæla „Orange Is the New Black“ en svo segir Ragnar alls ekki vera. „Nei alls ekki. Fangar er miklu meiri dramaþáttur, þar sem kynbundið ofbeldi, þöggun og þyngri hlutir koma fyrir,“ segir hann. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri og er því óhætt að segja hópurinn sé afar fjölbreyttur „Þetta er dásamleg blanda. Uppistaðan er konur á öllum aldri, í hópnum eru þrjár ungar leikkonur sem eru nýútskrifaðar úr Listaháskólanum og koma þarna inn með látum. Það er góður samhljómur í hópnum og gaman að sjá eldri og reyndari leikara í bland við yngri leikara, og stemmingin hefur orðið náin og falleg,“ segir Ragnar. Það vill svo skemmtilega til að öll fjölskylda Ragnars vinnur á tökustað, en hvernig ætli það hafi komið til? „Helga Rós, konan mín, er búningahönnuður og hefur unnið við megnið af því sem ég hef gert á mínum ferli, svo við erum alls ekki að vinna saman í fyrsta skipti. Strákarnir mínir tveir, Alvin Hugi og Bjartur Elí, vinna sem aðstoðarmenn við framleiðslu. Þetta er byrjandastaða í bransanum, þar sem þú ert í nánast öllu sem til fellur,“ segir Ragnar og segir samstarf fjölskyldunnar ganga frábærlega vel. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Tökur hafa gengið vel í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Vísir/Anton Hér hefur allt gengið að óskum og áfallalaust fyrir sig. Við erum að verða hálfnuð með tökurnar og erum staðsett sem stendur í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Seinni hluti tökuplansins fer svo fram víðs vegar um Reykjavíkursvæðið,“ svarar Ragnar Bragason leikstjóri spurður út í tökur á þáttaröðinni Fangar. Upphaf þessarar þáttaraðar má rekja til rannsóknarvinnu þeirra Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í kvennafangelsið í Kópavogi í heil sjö ár, en þær fara báðar með hlutverk í þáttunum. Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason skrifuðu handritið sem fjallar um Lindu, unga konu frá Reykjavík sem færð er í kvennafangelsið eftir alvarlega líkamsárás á föður sinn. „Þetta er mikið fjölskyldudrama, við kynnumst fjölskyldu sem dílar við mikinn harmleik. Í sögunni kynnist við Lindu, einni af tveimur dætrum þekkts manns úr viðskiptalífinu. Líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn og veitt honum lífshættulega áverka. Við erum í rauninni að fylgja konunum í þessari fjölskyldu eftir og sjá hvernig þær díla við þessar aðstæður,“ segir Ragnar og bætir við að í fangelsinu kynnist Linda konum af öðru sauðahúsi, sem allar hafa sögu að segja. Margir spyrja sig eflaust hvort þáttaröðin sé í líkingu við fangaþáttinn vinsæla „Orange Is the New Black“ en svo segir Ragnar alls ekki vera. „Nei alls ekki. Fangar er miklu meiri dramaþáttur, þar sem kynbundið ofbeldi, þöggun og þyngri hlutir koma fyrir,“ segir hann. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri og er því óhætt að segja hópurinn sé afar fjölbreyttur „Þetta er dásamleg blanda. Uppistaðan er konur á öllum aldri, í hópnum eru þrjár ungar leikkonur sem eru nýútskrifaðar úr Listaháskólanum og koma þarna inn með látum. Það er góður samhljómur í hópnum og gaman að sjá eldri og reyndari leikara í bland við yngri leikara, og stemmingin hefur orðið náin og falleg,“ segir Ragnar. Það vill svo skemmtilega til að öll fjölskylda Ragnars vinnur á tökustað, en hvernig ætli það hafi komið til? „Helga Rós, konan mín, er búningahönnuður og hefur unnið við megnið af því sem ég hef gert á mínum ferli, svo við erum alls ekki að vinna saman í fyrsta skipti. Strákarnir mínir tveir, Alvin Hugi og Bjartur Elí, vinna sem aðstoðarmenn við framleiðslu. Þetta er byrjandastaða í bransanum, þar sem þú ert í nánast öllu sem til fellur,“ segir Ragnar og segir samstarf fjölskyldunnar ganga frábærlega vel.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira