Ævintýri nýliða FH heldur áfram í Pepsi-deild kvenna | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 21:18 Ævintýri nýliða FH í Pepsi-deild kvenna hélt áfram í kvöld þegar liðið vann KR í Vesturbænum og komst þar með upp að hlið Stjörnunnar á toppi deildarinnar. Stjarnan og FH eru þar með í tveimur efstu sætunum bæði í Pepsi-deild karla og kvenna það sem af er tímabilinu.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik Stjörnunnar og Fylkis og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH vann 1-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld og hefur þar með náð í sjö stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum. Markvörðurinn Jeannette J Williams hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. Fjórtán ára og fimmtán ára stelpur hafa tryggt FH-liðinu tvo fyrstu sigra sumarsins í Pepsi-deildinni, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd árið 2001) upp á Skaga í 1. umferð og Guðný Árnadóttir (fædd árið 2000) á KR-vellinum í kvöld. Guðný Árnadóttir skoraði sigurmarkið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á 14. mínútu leiksins eins og fram kom í textalýsingu frá leiknum á fótbolti.net. FH nýtti sér það að Stjörnukonur töpuðu sínum fyrstu stigum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fylki. Stjarnan hafði skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Lauren Elizabeth Hughes hefur reynst Selfossliðinu vel það sem af er í sumar en hún skoraði sigurmarkið á móti ÍBV í 1. umferð og annað markið í 2-0 sigri á ÍA upp á Akranesi í kvöld. Eva Lind Elíasdóttir skoraði seinna mark Selfoss í kvöld en hún lagði upp sigurmark Hughes í 1. umferðinni.Úrslit og markaskorarar í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna:Breiðablik - Þór/KA 1-1 1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (22.), 1-1 Anna Rakel Pétursdóttir (35.).ÍBV - Valur 0-1 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (33.).ÍA - Selfoss 0-2 0-1 Lauren Elizabeth Hughes (30.), 0-2 Eva Lind Elíasdóttir (73.)KR - FH 0-1 0-1 Guðný Árnadóttir (14.)Stjarnan - Fylkir 0-0 Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar frá ksi.is, fótbolta.net og úrslit.net.Eva Lind ElíasdóttirAudrey Rose Baldwin hélt marki Fylkis hreinu á móti Hörpu Þorsteinsdóttur og félögum í kvöld.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ævintýri nýliða FH í Pepsi-deild kvenna hélt áfram í kvöld þegar liðið vann KR í Vesturbænum og komst þar með upp að hlið Stjörnunnar á toppi deildarinnar. Stjarnan og FH eru þar með í tveimur efstu sætunum bæði í Pepsi-deild karla og kvenna það sem af er tímabilinu.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik Stjörnunnar og Fylkis og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH vann 1-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld og hefur þar með náð í sjö stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum. Markvörðurinn Jeannette J Williams hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. Fjórtán ára og fimmtán ára stelpur hafa tryggt FH-liðinu tvo fyrstu sigra sumarsins í Pepsi-deildinni, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (fædd árið 2001) upp á Skaga í 1. umferð og Guðný Árnadóttir (fædd árið 2000) á KR-vellinum í kvöld. Guðný Árnadóttir skoraði sigurmarkið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á 14. mínútu leiksins eins og fram kom í textalýsingu frá leiknum á fótbolti.net. FH nýtti sér það að Stjörnukonur töpuðu sínum fyrstu stigum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fylki. Stjarnan hafði skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Lauren Elizabeth Hughes hefur reynst Selfossliðinu vel það sem af er í sumar en hún skoraði sigurmarkið á móti ÍBV í 1. umferð og annað markið í 2-0 sigri á ÍA upp á Akranesi í kvöld. Eva Lind Elíasdóttir skoraði seinna mark Selfoss í kvöld en hún lagði upp sigurmark Hughes í 1. umferðinni.Úrslit og markaskorarar í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna:Breiðablik - Þór/KA 1-1 1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (22.), 1-1 Anna Rakel Pétursdóttir (35.).ÍBV - Valur 0-1 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (33.).ÍA - Selfoss 0-2 0-1 Lauren Elizabeth Hughes (30.), 0-2 Eva Lind Elíasdóttir (73.)KR - FH 0-1 0-1 Guðný Árnadóttir (14.)Stjarnan - Fylkir 0-0 Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar frá ksi.is, fótbolta.net og úrslit.net.Eva Lind ElíasdóttirAudrey Rose Baldwin hélt marki Fylkis hreinu á móti Hörpu Þorsteinsdóttur og félögum í kvöld.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira