Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. Það kann ef til hljóma undarlega þar sem svo margt hefur gerst en það eru aðeins tæpir tveir mánuðir síðan fyrsti Kastljósþátturinn um Panamaskjölin var sýndur. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér sem og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. En hvernig byrjaði þetta aftur og hvað hefur eiginlega gerst sem tengja má beint eða óbeint við Panamaskjölin? Vísir tók saman lista yfir það helsta sem er þó ekki tæmandi.Frá mótmælunum þann 4. apríl.Vísir/ernirStærstu mótmæli Íslandssögunnar: Þann 4. apríl, daginn eftir að viðtalið fræga við Sigmund Davíð var sýnt í Kastljósinu, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en reyndar hafði verið boðað til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar. Viðtalið við Sigmund Davíð þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris var svo kornið sem fyllti mælinn, að minnsta kosti ef marka má fjöldann sem mætti á Austurvöll á mánudeginum og dagana á eftir. Þá blöskraði einnig mörgum orð Sigmundar Davíðs í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 á mánudeginum þar sem hann kvaðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna Wintris.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl.vísir/anton brinkSigmundur Davíð segir af sér: Daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli kom Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, heim frá Flórída. Hann fór beint til fundar við forsætisráðherrann um morguninn. Eftir þann fund brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Þar óskaði hann eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar. Seinna sama dag fundaði Sigmundur Davíð með þingflokki sínum. Rétt fyrir hálf fjögur komu þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og þáverandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þinflokksformaður Framsóknar, af fundinum og tilkynntu að Sigmundur Davíð hefði lagt fram þá tillögu á þingflokksfundinum að hann myndi stíga til hliðar og Sigurður Ingi myndi taka við sem forsætisráðherra. Var tillagan samþykkt á fundinum en enn átti eftir að ræða við Sjálfstæðisflokkinn um þessar málalyktir.Ný ríkisstjórn mynduð: Tveimur dögum eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér var ný ríkisstjórn kynnt til leiks. Áttu þeir Sigurður Ingi og Bjarni Ben að gera það en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stal glæpnum ef svo má að orði komast og upplýsti blaðamenn sem hann mætti í tröppunum í Alþingishúsinu um nýja ráðherraskipan í beinni útsendingu. Hélt hann að Sigurður Ingi og Bjarni hefðu þá þegar tilkynnt fjölmiðlum um nýju ríkisstjórnina en því fór fjarri þannig að Höskuldur var spurður spjörunum úr. Upplýsti hann meðal annars að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og að Lilja Alfreðsdóttir yrði nýr ráðherra Framsóknar í ríkisstjórninni.Bjarni og Sigurður Ingi komu svo stuttu seinna og ætluðu greinilega að halda því fyrir sig að Lilja kæmi ný inn, eða alveg þar til einn af þeim fjölmörgu blaðamönnum sem voru í þinghúsinu spurði hvort það væri ekki svo að hún tæki sæti í stjórninni. Svaraði Sigurður Ingi því játandi en ljóst var að það kom bæði honum og Bjarna á óvart að blaðamennirnir hefðu komist á snoðir um nýja ráðherrann. Daginn eftir baðst Sigmundur Davíð svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt á Bessastöðum og nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga tók við völdum. Lilja Alfreðsdóttir varð utanríkisráðherra, Sigurður Ingi forsætisráðherra eins og áður segir og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.Þingkosningum flýtt fram á haust: Þegar þeir félagar Sigurður Ingi og Bjarni tilkynntu um nýju ríkisstjórnina fjórum dögum eftir Kastljósviðtalið við Sigmund Davíð upplýstu þeir einnig að kjörtímabilið skyldi stytt um eitt löggjafarþing og að þingkosningar yrðu haldnar í haust í staðinn fyrir vorið 2017. Ekki liggur reyndar enn fyrir hvenær kjördagur verður en breytt starfsáætlun þingsins sem starfar nú var samþykkt í seinustu viku. Mun þingfrestun verða 2. júní, þingfundir hefjast að nýju þann 15. ágúst og þingið starfa til föstudagsins 2. september. Þingkosningar verða svo að öllum líkindum í október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri. Vísir/Ernir„Óvænt“ forsetaframboð: Áður en gengið verður til þingkosninga í haust kýs þjóðin sér nýjan forseta þann 25. júní. Leiða má líkur að því að ef ekki hefði verið fyrir Panamaskjölin væri að minnsta kosti einn frambjóðandi, og jafnvel tveir, ekki í framboði til forseta. Þá hefði að öllum líkindum heldur ekki komið til þess að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við að hætta við að hætta eins og hann gerði á þriggja vikna tímabili í apríl og maí. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi nýtur nú mest fylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Hann tilkynnti framboð sitt þann 5. maí síðastliðinn og hefur sjálfur sagt að það hafi haft mikið að segja um framboð hans að hann lenti í kastljósi fjölmiðlanna vegna Panamaskjalanna. Sama dag og viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt í Kastljósinu kom Guðni í beina sjónvarspútsendingu í kvöldfréttum RÚV sem álitsgjafi. Næstu daga á eftir átti hann eftir að verða tíður gestur á sjónvarpsskjám landsmanna en eins og flestum er kunnugt er Guðni helsti fræðimaður landsins þegar kemur að sögu forsetaembættisins.Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur lenti í kastljósi fjölmiðlanna vegna Panamaskjalanna þegar hann var álitsgjafi í beinni sjónvarpsútsendingu nánast dag eftir dag.Vísir/ErnirHann hefur lýst því að í kringum áramót hafi nokkrir skorað á hann að bjóða sig fram, ekki síst eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Guðni gaf það hins vegar frá sér að fara fram - svo gerðist Wintris. Hefur Guðni sagt að í kjölfarið hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til forseta enda fékk hann mikla athygli þar sem hann var í beinni sjónvarpsútsendingu nánast dag eftir dag. Sunnudaginn 17. apríl var Guðni búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram en daginn eftir tilkynnti Ólafur Ragnar óvænt að hann væri hættur við að hætta og ætlaði að bjóða sig fram sem forseta í sjötta sinn. Vísaði hann í óvissutíma sem væru framundan og ólgu í samfélaginu vegna þess sem komið hefði fram í Panamaskjölunum. Guðni hikaði því og sagði reyndar að mikið þyrfti að gerast til að hann byði sig fram gegn sitjandi forseta. Síðan liðu tæpar þrjár vikur, Guðni tilkynnti um framboð og síðan gerðust hlutirnir nokkuð hratt. Þremur dögum síðar tilkynnti Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra um forsetaframboð og daginn eftir dró Ólafur Ragnar framboð sitt til baka. Rökin fyrir þeirri ákvörðun voru meðal annars þau að nú væru komnir fram tveir frambærilegir frambjóðendur í þeim Guðna og Davíð. Aðspurður þvertók hann fyrir að það hefði einhver áhrif á ákvörðun hans um að hætta við framboð að aflandsfélag sem var í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs, var að finna í Panamaskjölunum. Orðspor Íslands á alþjóðavettvangi: Fjallað var um mál Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum um allan heim og komu erlendir fréttamenn hingað til lands gagngert til að fjalla um málið í kjölfar viðtalsins í Kastljósi. Margir veltu því þar af leiðandi fyrir sér hvaða áhrif málið hefði á orðspor Íslands á alþjóðavettvangi.Vísir ræddi meðal annars við Hjört Smárason, sérfræðing í alþjóðaviðskiptum, tveimur dögum eftir viðtalið fræga sem sagði engan vafa leika á því að fréttir af aflandsreikningum Sigmundar í heimspressunni hefðu þá þegar valdið Íslandi stórkostlegum skaða. Benti Hjörtur meðal annars á að í fjölmiðlum úti væri Sigmundur Davíð settur á sama stall og einræðisherrar úti í heimi sem þykja spilltir. Tæpri viku síðar var síðan greint frá því mati utanríkisráðuneytisins að í upphafi hafi gætt neikvæðs tóns í fjölmiðlaumfjöllun erlendis um tengsl Sigmundar við Wintris. Tónninn hafi síðan orðið jákvæðari, ekki síst þegar fjallað var um mótmæli á Austurvelli og þegar ný ríkisstjórn tók við. Daginn eftir sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að orðspor Íslands hefði beðið hnekki vegna umfjöllunarinnar erlendis: „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við.“Júlíus Vífill Ingvarsson.Vísir/VilhelmJúlíus Vífill segir af sér sem borgarfulltrúi: Í sama Kastljósþætti og fjallað var um aflandsfélag Sigmundar Davíðs var greint frá tengslum ýmissa annarra kjörinna fulltrúa við aflandsfélög. Var þar meðal annars fjallað um félag Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en tveimur dögum fyrir þáttinn hafði hann sjálfur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann upplýsti um félagið. Það var stofnað árið 2014 og heldur að sögn Júlíusar utan um eftirlaunasjóð hans. Fjórum dögum síðar, eða þann 5. apríl, var borgarstjórnarfundur og sagði Júlíus þá af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Síðar hafa systkini Júlíusar sakað hann um að hafa komið varasjóðum foreldra sinna undan í fyrrnefndu aflandsfélagi.Gjaldkeri Samfylkingarinnar hættir: Erlend eignarhaldsfélög Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis sem var gjaldkeri Samfylkingarinnar komust í hámæli vegna Panamaskjalanna. Var greint frá því að Vilhjálmur ætti eignarhaldsfélagið Meson Holding í Lúxemborg og sagði hann þá af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Síðar kom í ljós að það félag átti dótturfélag sem skráð var á Bresku jómfrúareyjunum en nafn félagsins var að finna í Panamaskjölunum. Nafn Vilhjálms var reyndar ekki að finna í skjölunum þar sem eignarhaldsfélagið í Lúxemborg var skráð fyrir aflandsfélaginu. Vegna þessara uppljóstrana sagði Vilhjálmur sig úr stjórn fjölmiðilsins Kjarnans en hann á tæplega 16 prósenta hlut í Kjarnanum.Hrólfur Ölvisson hætti sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins vegna Panamaskjalanna.VísirFramkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hættir: Í sama Kastljósþætti og fjallað var um Tortóla-félag Vilhjálms Þorsteinssonar var greint frá tengslum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, Hrólfs Ölvissonar, við aflandsfélög. Var meðal annars rakið hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningur varðandi kaupin var meðal annars sýndur í þættinum en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Tveimur dögum eftir sýningu þáttarins var greint frá því á vefsíðu Framsóknarflokksins að Hrólfur hefði ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri. Birt var yfirlýsing frá Hrólfi þar sem hann sagðist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ sagði í yfirlýsingu Hrólfs.Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða hætta: Þeir Kári Arnór Kárason og Kristján Örn Sigurðsson hættu báðir sem framkvæmdastjórar lífeyrissjóða vegna Panamaskjalanna. Um mál þeirra var fjallað í Kastljósi þann 25. apríl en tveimur dögum áður sendi Kári Arnór frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa ákveðið að láta af störfum þar sem nafn hans kom fram í Panamaskjölunum. Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs en hann var skráður eigandi tveggja aflandsfélaga samkvæmt skjölunum. Kristján Örn hætti svo sem framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins tveimur dögum eftir Kastljósþáttinn. Hann var skráður eigandi aflandsfélags samkvæmt Panama-skjölunum en honum bar að afla leyfis stjórnar lífeyrissjóðsins vegna viðskipta sinna sem hann gerði ekki. Panama-skjölin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. Það kann ef til hljóma undarlega þar sem svo margt hefur gerst en það eru aðeins tæpir tveir mánuðir síðan fyrsti Kastljósþátturinn um Panamaskjölin var sýndur. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér sem og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. En hvernig byrjaði þetta aftur og hvað hefur eiginlega gerst sem tengja má beint eða óbeint við Panamaskjölin? Vísir tók saman lista yfir það helsta sem er þó ekki tæmandi.Frá mótmælunum þann 4. apríl.Vísir/ernirStærstu mótmæli Íslandssögunnar: Þann 4. apríl, daginn eftir að viðtalið fræga við Sigmund Davíð var sýnt í Kastljósinu, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en reyndar hafði verið boðað til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar. Viðtalið við Sigmund Davíð þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris var svo kornið sem fyllti mælinn, að minnsta kosti ef marka má fjöldann sem mætti á Austurvöll á mánudeginum og dagana á eftir. Þá blöskraði einnig mörgum orð Sigmundar Davíðs í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 á mánudeginum þar sem hann kvaðst ekki hafa íhugað að segja af sér vegna Wintris.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl.vísir/anton brinkSigmundur Davíð segir af sér: Daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli kom Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, heim frá Flórída. Hann fór beint til fundar við forsætisráðherrann um morguninn. Eftir þann fund brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Þar óskaði hann eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar. Seinna sama dag fundaði Sigmundur Davíð með þingflokki sínum. Rétt fyrir hálf fjögur komu þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og þáverandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þinflokksformaður Framsóknar, af fundinum og tilkynntu að Sigmundur Davíð hefði lagt fram þá tillögu á þingflokksfundinum að hann myndi stíga til hliðar og Sigurður Ingi myndi taka við sem forsætisráðherra. Var tillagan samþykkt á fundinum en enn átti eftir að ræða við Sjálfstæðisflokkinn um þessar málalyktir.Ný ríkisstjórn mynduð: Tveimur dögum eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér var ný ríkisstjórn kynnt til leiks. Áttu þeir Sigurður Ingi og Bjarni Ben að gera það en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stal glæpnum ef svo má að orði komast og upplýsti blaðamenn sem hann mætti í tröppunum í Alþingishúsinu um nýja ráðherraskipan í beinni útsendingu. Hélt hann að Sigurður Ingi og Bjarni hefðu þá þegar tilkynnt fjölmiðlum um nýju ríkisstjórnina en því fór fjarri þannig að Höskuldur var spurður spjörunum úr. Upplýsti hann meðal annars að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og að Lilja Alfreðsdóttir yrði nýr ráðherra Framsóknar í ríkisstjórninni.Bjarni og Sigurður Ingi komu svo stuttu seinna og ætluðu greinilega að halda því fyrir sig að Lilja kæmi ný inn, eða alveg þar til einn af þeim fjölmörgu blaðamönnum sem voru í þinghúsinu spurði hvort það væri ekki svo að hún tæki sæti í stjórninni. Svaraði Sigurður Ingi því játandi en ljóst var að það kom bæði honum og Bjarna á óvart að blaðamennirnir hefðu komist á snoðir um nýja ráðherrann. Daginn eftir baðst Sigmundur Davíð svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt á Bessastöðum og nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga tók við völdum. Lilja Alfreðsdóttir varð utanríkisráðherra, Sigurður Ingi forsætisráðherra eins og áður segir og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.Þingkosningum flýtt fram á haust: Þegar þeir félagar Sigurður Ingi og Bjarni tilkynntu um nýju ríkisstjórnina fjórum dögum eftir Kastljósviðtalið við Sigmund Davíð upplýstu þeir einnig að kjörtímabilið skyldi stytt um eitt löggjafarþing og að þingkosningar yrðu haldnar í haust í staðinn fyrir vorið 2017. Ekki liggur reyndar enn fyrir hvenær kjördagur verður en breytt starfsáætlun þingsins sem starfar nú var samþykkt í seinustu viku. Mun þingfrestun verða 2. júní, þingfundir hefjast að nýju þann 15. ágúst og þingið starfa til föstudagsins 2. september. Þingkosningar verða svo að öllum líkindum í október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri. Vísir/Ernir„Óvænt“ forsetaframboð: Áður en gengið verður til þingkosninga í haust kýs þjóðin sér nýjan forseta þann 25. júní. Leiða má líkur að því að ef ekki hefði verið fyrir Panamaskjölin væri að minnsta kosti einn frambjóðandi, og jafnvel tveir, ekki í framboði til forseta. Þá hefði að öllum líkindum heldur ekki komið til þess að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefði hætt við að hætta við að hætta eins og hann gerði á þriggja vikna tímabili í apríl og maí. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi nýtur nú mest fylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Hann tilkynnti framboð sitt þann 5. maí síðastliðinn og hefur sjálfur sagt að það hafi haft mikið að segja um framboð hans að hann lenti í kastljósi fjölmiðlanna vegna Panamaskjalanna. Sama dag og viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt í Kastljósinu kom Guðni í beina sjónvarspútsendingu í kvöldfréttum RÚV sem álitsgjafi. Næstu daga á eftir átti hann eftir að verða tíður gestur á sjónvarpsskjám landsmanna en eins og flestum er kunnugt er Guðni helsti fræðimaður landsins þegar kemur að sögu forsetaembættisins.Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur lenti í kastljósi fjölmiðlanna vegna Panamaskjalanna þegar hann var álitsgjafi í beinni sjónvarpsútsendingu nánast dag eftir dag.Vísir/ErnirHann hefur lýst því að í kringum áramót hafi nokkrir skorað á hann að bjóða sig fram, ekki síst eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Guðni gaf það hins vegar frá sér að fara fram - svo gerðist Wintris. Hefur Guðni sagt að í kjölfarið hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til forseta enda fékk hann mikla athygli þar sem hann var í beinni sjónvarpsútsendingu nánast dag eftir dag. Sunnudaginn 17. apríl var Guðni búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram en daginn eftir tilkynnti Ólafur Ragnar óvænt að hann væri hættur við að hætta og ætlaði að bjóða sig fram sem forseta í sjötta sinn. Vísaði hann í óvissutíma sem væru framundan og ólgu í samfélaginu vegna þess sem komið hefði fram í Panamaskjölunum. Guðni hikaði því og sagði reyndar að mikið þyrfti að gerast til að hann byði sig fram gegn sitjandi forseta. Síðan liðu tæpar þrjár vikur, Guðni tilkynnti um framboð og síðan gerðust hlutirnir nokkuð hratt. Þremur dögum síðar tilkynnti Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra um forsetaframboð og daginn eftir dró Ólafur Ragnar framboð sitt til baka. Rökin fyrir þeirri ákvörðun voru meðal annars þau að nú væru komnir fram tveir frambærilegir frambjóðendur í þeim Guðna og Davíð. Aðspurður þvertók hann fyrir að það hefði einhver áhrif á ákvörðun hans um að hætta við framboð að aflandsfélag sem var í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs, var að finna í Panamaskjölunum. Orðspor Íslands á alþjóðavettvangi: Fjallað var um mál Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum um allan heim og komu erlendir fréttamenn hingað til lands gagngert til að fjalla um málið í kjölfar viðtalsins í Kastljósi. Margir veltu því þar af leiðandi fyrir sér hvaða áhrif málið hefði á orðspor Íslands á alþjóðavettvangi.Vísir ræddi meðal annars við Hjört Smárason, sérfræðing í alþjóðaviðskiptum, tveimur dögum eftir viðtalið fræga sem sagði engan vafa leika á því að fréttir af aflandsreikningum Sigmundar í heimspressunni hefðu þá þegar valdið Íslandi stórkostlegum skaða. Benti Hjörtur meðal annars á að í fjölmiðlum úti væri Sigmundur Davíð settur á sama stall og einræðisherrar úti í heimi sem þykja spilltir. Tæpri viku síðar var síðan greint frá því mati utanríkisráðuneytisins að í upphafi hafi gætt neikvæðs tóns í fjölmiðlaumfjöllun erlendis um tengsl Sigmundar við Wintris. Tónninn hafi síðan orðið jákvæðari, ekki síst þegar fjallað var um mótmæli á Austurvelli og þegar ný ríkisstjórn tók við. Daginn eftir sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að orðspor Íslands hefði beðið hnekki vegna umfjöllunarinnar erlendis: „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við.“Júlíus Vífill Ingvarsson.Vísir/VilhelmJúlíus Vífill segir af sér sem borgarfulltrúi: Í sama Kastljósþætti og fjallað var um aflandsfélag Sigmundar Davíðs var greint frá tengslum ýmissa annarra kjörinna fulltrúa við aflandsfélög. Var þar meðal annars fjallað um félag Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en tveimur dögum fyrir þáttinn hafði hann sjálfur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann upplýsti um félagið. Það var stofnað árið 2014 og heldur að sögn Júlíusar utan um eftirlaunasjóð hans. Fjórum dögum síðar, eða þann 5. apríl, var borgarstjórnarfundur og sagði Júlíus þá af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Síðar hafa systkini Júlíusar sakað hann um að hafa komið varasjóðum foreldra sinna undan í fyrrnefndu aflandsfélagi.Gjaldkeri Samfylkingarinnar hættir: Erlend eignarhaldsfélög Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis sem var gjaldkeri Samfylkingarinnar komust í hámæli vegna Panamaskjalanna. Var greint frá því að Vilhjálmur ætti eignarhaldsfélagið Meson Holding í Lúxemborg og sagði hann þá af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Síðar kom í ljós að það félag átti dótturfélag sem skráð var á Bresku jómfrúareyjunum en nafn félagsins var að finna í Panamaskjölunum. Nafn Vilhjálms var reyndar ekki að finna í skjölunum þar sem eignarhaldsfélagið í Lúxemborg var skráð fyrir aflandsfélaginu. Vegna þessara uppljóstrana sagði Vilhjálmur sig úr stjórn fjölmiðilsins Kjarnans en hann á tæplega 16 prósenta hlut í Kjarnanum.Hrólfur Ölvisson hætti sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins vegna Panamaskjalanna.VísirFramkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hættir: Í sama Kastljósþætti og fjallað var um Tortóla-félag Vilhjálms Þorsteinssonar var greint frá tengslum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, Hrólfs Ölvissonar, við aflandsfélög. Var meðal annars rakið hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningur varðandi kaupin var meðal annars sýndur í þættinum en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Tveimur dögum eftir sýningu þáttarins var greint frá því á vefsíðu Framsóknarflokksins að Hrólfur hefði ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri. Birt var yfirlýsing frá Hrólfi þar sem hann sagðist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ sagði í yfirlýsingu Hrólfs.Framkvæmdastjórar tveggja lífeyrissjóða hætta: Þeir Kári Arnór Kárason og Kristján Örn Sigurðsson hættu báðir sem framkvæmdastjórar lífeyrissjóða vegna Panamaskjalanna. Um mál þeirra var fjallað í Kastljósi þann 25. apríl en tveimur dögum áður sendi Kári Arnór frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa ákveðið að láta af störfum þar sem nafn hans kom fram í Panamaskjölunum. Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs en hann var skráður eigandi tveggja aflandsfélaga samkvæmt skjölunum. Kristján Örn hætti svo sem framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins tveimur dögum eftir Kastljósþáttinn. Hann var skráður eigandi aflandsfélags samkvæmt Panama-skjölunum en honum bar að afla leyfis stjórnar lífeyrissjóðsins vegna viðskipta sinna sem hann gerði ekki.