Innlent

Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“

Atli Ísleifsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli
Kosið verður til þings 29. október næstkomandi gegn því þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, um fund leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í stjórnarráðshúsinu sem hófst klukkan 16.

Birgitta segir að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi lagt frá langan lista yfir mál sem þeir vilja að nái í gegn fyrir kosningar. Hún segist frekar líta á fundinn sem upplýsingafund, frekar en einhvern sérstakar samningafund stjórnar og stjórnarandstöðu.

Viðstaddir fundinn voru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar.

Birgitta segir að á fundinum hafi komið fram að kosið verði 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. „Þar sem þetta er ekki við enda kjörtímabils þá eru nokkur skilyrði í kringum þetta hjá þeim. Við [leiðtogar stjórnarandstöðunnar] vorum ekki að semja neitt við þá [leiðtoga stjórnarflokkanna] sem þeir ætla sér að gera. Það voru umræður um breytingar á starfsáætlun Alþingis. Það þarf því að setja nýtt þing í september til að gera afgreitt fjárlög.

Mér fannst þetta fyrsta skrefið í átt að nýjum kosningum, en þetta er enn háð einhverjum skilyrðum um að þeir fái að klára einhver mál, sem við vitum ekki alveg hver eru. Þetta var því einhvers konar upplýsingafundur, sem var ágætur í sjálfu sér.“

Birgitta segir að ekkert mál verði að afgreiða sum málin en að önnur séu þess eðlis að þau þurfi góða og mikla yfirferð. Hún segir að stjórnarflokkarnir ætli sér meðal annars að ná stjórnarskrárbreytingum í gegnum þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×