Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2016 17:50 Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli Kosið verður til þings 29. október næstkomandi gegn því þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, um fund leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í stjórnarráðshúsinu sem hófst klukkan 16. Birgitta segir að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi lagt frá langan lista yfir mál sem þeir vilja að nái í gegn fyrir kosningar. Hún segist frekar líta á fundinn sem upplýsingafund, frekar en einhvern sérstakar samningafund stjórnar og stjórnarandstöðu. Viðstaddir fundinn voru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta segir að á fundinum hafi komið fram að kosið verði 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. „Þar sem þetta er ekki við enda kjörtímabils þá eru nokkur skilyrði í kringum þetta hjá þeim. Við [leiðtogar stjórnarandstöðunnar] vorum ekki að semja neitt við þá [leiðtoga stjórnarflokkanna] sem þeir ætla sér að gera. Það voru umræður um breytingar á starfsáætlun Alþingis. Það þarf því að setja nýtt þing í september til að gera afgreitt fjárlög. Mér fannst þetta fyrsta skrefið í átt að nýjum kosningum, en þetta er enn háð einhverjum skilyrðum um að þeir fái að klára einhver mál, sem við vitum ekki alveg hver eru. Þetta var því einhvers konar upplýsingafundur, sem var ágætur í sjálfu sér.“ Birgitta segir að ekkert mál verði að afgreiða sum málin en að önnur séu þess eðlis að þau þurfi góða og mikla yfirferð. Hún segir að stjórnarflokkarnir ætli sér meðal annars að ná stjórnarskrárbreytingum í gegnum þingið. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Kosið verður til þings 29. október næstkomandi gegn því þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, um fund leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu í stjórnarráðshúsinu sem hófst klukkan 16. Birgitta segir að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi lagt frá langan lista yfir mál sem þeir vilja að nái í gegn fyrir kosningar. Hún segist frekar líta á fundinn sem upplýsingafund, frekar en einhvern sérstakar samningafund stjórnar og stjórnarandstöðu. Viðstaddir fundinn voru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta segir að á fundinum hafi komið fram að kosið verði 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig. „Þar sem þetta er ekki við enda kjörtímabils þá eru nokkur skilyrði í kringum þetta hjá þeim. Við [leiðtogar stjórnarandstöðunnar] vorum ekki að semja neitt við þá [leiðtoga stjórnarflokkanna] sem þeir ætla sér að gera. Það voru umræður um breytingar á starfsáætlun Alþingis. Það þarf því að setja nýtt þing í september til að gera afgreitt fjárlög. Mér fannst þetta fyrsta skrefið í átt að nýjum kosningum, en þetta er enn háð einhverjum skilyrðum um að þeir fái að klára einhver mál, sem við vitum ekki alveg hver eru. Þetta var því einhvers konar upplýsingafundur, sem var ágætur í sjálfu sér.“ Birgitta segir að ekkert mál verði að afgreiða sum málin en að önnur séu þess eðlis að þau þurfi góða og mikla yfirferð. Hún segir að stjórnarflokkarnir ætli sér meðal annars að ná stjórnarskrárbreytingum í gegnum þingið.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira