Kalifornía setur milliakreinaakstur í lög Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 11:22 Nú er þetta löglegt fyrir mótorhjólamenn. Kalifornía er fyrsta fylkið í Bandaríkjunum til að lögleiða milliakreinaakstur en í gær samþykkti fylkisþing Kaliforníu lagatillögu sem felur þjóðvegaeftirlitinu að útfæra hvernig best megi bera sig að við akstur mótorhjóla milli akreina. Hingað til hefur milliaksreinaakstur verið á gráu svæði í Bandaríkjunum, hvorki löglegur né ólöglegur og lögregluyfirvöld hafa látið hann óátalinn. Þjóðvegaeftirlitið gaf út ráðleggingar í fyrra um milliakreinaakstur en borgari mótmælti þeim og sagði þær í trássi við vinnubrögð eftirlitsins hingað til. Það leiddi því til þess að þingmaður Kaliforníufylkis, Bill Quirk lagði fram lagatillöguna og studdi með þeim rökum að lögleiðing myndi minnka mengun og auka öryggi mótorhjólafólks. Upphaflega tillagan miðaðist við að mótorhjól megi aðeins aka 20 km hraðar en ökutækin sem það er að taka framúr og ekki á meiri hraða en 80 km á klst. Tillagan breyttist svo þannig að þjóðvegaeftirlitið myndi sjá um að koma með viðmiðunarreglugerð. Frá þessari breyttu löggjöf var greint á bifhjol.is. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Kalifornía er fyrsta fylkið í Bandaríkjunum til að lögleiða milliakreinaakstur en í gær samþykkti fylkisþing Kaliforníu lagatillögu sem felur þjóðvegaeftirlitinu að útfæra hvernig best megi bera sig að við akstur mótorhjóla milli akreina. Hingað til hefur milliaksreinaakstur verið á gráu svæði í Bandaríkjunum, hvorki löglegur né ólöglegur og lögregluyfirvöld hafa látið hann óátalinn. Þjóðvegaeftirlitið gaf út ráðleggingar í fyrra um milliakreinaakstur en borgari mótmælti þeim og sagði þær í trássi við vinnubrögð eftirlitsins hingað til. Það leiddi því til þess að þingmaður Kaliforníufylkis, Bill Quirk lagði fram lagatillöguna og studdi með þeim rökum að lögleiðing myndi minnka mengun og auka öryggi mótorhjólafólks. Upphaflega tillagan miðaðist við að mótorhjól megi aðeins aka 20 km hraðar en ökutækin sem það er að taka framúr og ekki á meiri hraða en 80 km á klst. Tillagan breyttist svo þannig að þjóðvegaeftirlitið myndi sjá um að koma með viðmiðunarreglugerð. Frá þessari breyttu löggjöf var greint á bifhjol.is.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent