Bakkus um borð Frosti Logason skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það er að vera flugdólgur. Maður sem ætlar að ferðast til sólríkra stranda og hafa gaman með vinum í langþráðu fríi endar tjóðraður niður í sæti sitt þar til lögregla handtekur hann á áfangastað. Þetta er í raun mjög áhugavert og spennandi rannsóknarefni. Hvernig gerist þetta eiginlega? Ég er þeirrar skoðunar að þetta hljóti undantekningalaust að vera byggt á misskilningi. Ekki er ólíklegt að viðkomandi hafi verið beittur miklum órétti og allir aðrir í vélinni hafi haft á röngu að standa. Þetta er hægt að sjá fyrir sér: Einhver samferðamaðurinn byrjar með leiðindi og dónaskap og viðkomandi neyðist kurteislega til að segja honum að halda sér saman. Við vitum öll hvernig það er. Síðan fer einhver úr áhöfn vélarinnar að skipta sér af og nauðsynlegt verður að svara því fullum hálsi líka. Á þessum tímapunkti getur verið mikilvægt að hvessa sig rækilega og gera fólki grein fyrir því hver það er sem ræður í vélinni. Ef það ekki virkar getur reynst árangursríkt að taka í lurginn á einni flugfreyjunni og garga hverslags aumingjar íslenskir ráðamenn séu. Jafnvel bæta við að bankarnir fari á endanum með okkur öll til andskotans. Það eiginlega virkar alltaf. Þá skilur fólk að þér er alvara og að full ástæða sé til að taka mark á þér. Sennilega gerist þetta yfirleitt nokkurn veginn svona. En síðan kann auðvitað að vera, í einhverjum tilfellum, að viðkomandi þurfi einfaldlega að endurskoða hvort Bakkus sé í raun og veru heppilegur ferðafélagi. Hann er í það minnsta sjaldnast góður fararstjóri.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það er að vera flugdólgur. Maður sem ætlar að ferðast til sólríkra stranda og hafa gaman með vinum í langþráðu fríi endar tjóðraður niður í sæti sitt þar til lögregla handtekur hann á áfangastað. Þetta er í raun mjög áhugavert og spennandi rannsóknarefni. Hvernig gerist þetta eiginlega? Ég er þeirrar skoðunar að þetta hljóti undantekningalaust að vera byggt á misskilningi. Ekki er ólíklegt að viðkomandi hafi verið beittur miklum órétti og allir aðrir í vélinni hafi haft á röngu að standa. Þetta er hægt að sjá fyrir sér: Einhver samferðamaðurinn byrjar með leiðindi og dónaskap og viðkomandi neyðist kurteislega til að segja honum að halda sér saman. Við vitum öll hvernig það er. Síðan fer einhver úr áhöfn vélarinnar að skipta sér af og nauðsynlegt verður að svara því fullum hálsi líka. Á þessum tímapunkti getur verið mikilvægt að hvessa sig rækilega og gera fólki grein fyrir því hver það er sem ræður í vélinni. Ef það ekki virkar getur reynst árangursríkt að taka í lurginn á einni flugfreyjunni og garga hverslags aumingjar íslenskir ráðamenn séu. Jafnvel bæta við að bankarnir fari á endanum með okkur öll til andskotans. Það eiginlega virkar alltaf. Þá skilur fólk að þér er alvara og að full ástæða sé til að taka mark á þér. Sennilega gerist þetta yfirleitt nokkurn veginn svona. En síðan kann auðvitað að vera, í einhverjum tilfellum, að viðkomandi þurfi einfaldlega að endurskoða hvort Bakkus sé í raun og veru heppilegur ferðafélagi. Hann er í það minnsta sjaldnast góður fararstjóri.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst 2016
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun