Fjölbreyttur ferill Ellen DeGeneres Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 11:00 Ellen DeGeneres er hress týpa. Nordicphotos/Getty Fyrsti þátturinn af The Ellen DeGeneres Show fór í loftið 8. september árið 2003 og er 13. sería þáttarins nú í sýningu. Kynnir og stjórnandi í þáttunum er Ellen DeGeneres. Ellen ættu nú flestir að kannast við en hún hóf ferilinn sem uppistandari og náði talsverðri athygli á því sviði og var hún meðal annars fyrsti kvenuppistandarinn sem boðið var í settið í spjall eftir uppistand sitt í The Tonight Show Starring Johnny Carson. Að komast þar að og hvað þá að setjast í settið og ræða við Johnny Carson var álitið eitt besta tækifærið í bransanum fyrir grínista á þessum tíma. Ellen reyndi einnig fyrir sér sem leikkona og margir kannast við hana sem rödd Dory í teiknimyndinni Finding Nemo. Einnig hefur hún leikið lykilhlutverk í tveimur leiknum sjónvarpsþáttaröðum, Ellen og The Ellen Show. Í fjórðu seríu af þættinum Ellen árið 1997 kom hún út úr skápnum þegar hún var gestur í spjallþætti Oprah Winfrey, stuttu síðar kom karakter hennar í þættinum, Ellen Morgan, einnig út úr skápnum hjá sálfræðingi sínum sem leikinn var af sjálfri Oprah, og vakti það talsverða athygli. Hún hefur einnig verið kynnir á Óskars- og Grammy- og Emmy-verðlaunahátíðum við góðar undirtektir enda þykir hún vera fyndin. Sjálf hefur hún hlotið þrettán Emmy-verðlaun, fjórtán People's Choice verðlaun auk ýmissa annarra verðlauna á ferlinum. Óhætt er að segja að þættir hennar hafi hlotið prýðis viðtökur og eiga þeir sinn fasta áhorfendahóp og horfa að meðaltali 3,9 milljónir manna á hvern þátt sem telst ansi gott. Þættirnir hafa fengið alls 38 Daytime Emmy Awards og hefur Ellen sjálf unnið People's Choice Award sem besti kynnir í dagsjónvarpi fjórtán sinnum. Í þáttunum er fjöldi endurtekinna atriða og þemu, sem dæmi má nefna móður Ellenar, Betty, sem heimsækir þáttinn reglulega og einnig dansar Ellen sjálf í upphafi hvers þáttar, stundum dansar hún inn í áhorfendahópinn og fær jafnvel lánað eitthvað frá áhorfendum, eins og hatt eða flík sem hún klæðist. Sýningar á The Ellen DeGeneres Show hefjast þann 7. mars á Stöð 2 og verður þátturinn sýndur mánudaga til fimmtudaga klukkan 17.45. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15 Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00 Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Fyrsti þátturinn af The Ellen DeGeneres Show fór í loftið 8. september árið 2003 og er 13. sería þáttarins nú í sýningu. Kynnir og stjórnandi í þáttunum er Ellen DeGeneres. Ellen ættu nú flestir að kannast við en hún hóf ferilinn sem uppistandari og náði talsverðri athygli á því sviði og var hún meðal annars fyrsti kvenuppistandarinn sem boðið var í settið í spjall eftir uppistand sitt í The Tonight Show Starring Johnny Carson. Að komast þar að og hvað þá að setjast í settið og ræða við Johnny Carson var álitið eitt besta tækifærið í bransanum fyrir grínista á þessum tíma. Ellen reyndi einnig fyrir sér sem leikkona og margir kannast við hana sem rödd Dory í teiknimyndinni Finding Nemo. Einnig hefur hún leikið lykilhlutverk í tveimur leiknum sjónvarpsþáttaröðum, Ellen og The Ellen Show. Í fjórðu seríu af þættinum Ellen árið 1997 kom hún út úr skápnum þegar hún var gestur í spjallþætti Oprah Winfrey, stuttu síðar kom karakter hennar í þættinum, Ellen Morgan, einnig út úr skápnum hjá sálfræðingi sínum sem leikinn var af sjálfri Oprah, og vakti það talsverða athygli. Hún hefur einnig verið kynnir á Óskars- og Grammy- og Emmy-verðlaunahátíðum við góðar undirtektir enda þykir hún vera fyndin. Sjálf hefur hún hlotið þrettán Emmy-verðlaun, fjórtán People's Choice verðlaun auk ýmissa annarra verðlauna á ferlinum. Óhætt er að segja að þættir hennar hafi hlotið prýðis viðtökur og eiga þeir sinn fasta áhorfendahóp og horfa að meðaltali 3,9 milljónir manna á hvern þátt sem telst ansi gott. Þættirnir hafa fengið alls 38 Daytime Emmy Awards og hefur Ellen sjálf unnið People's Choice Award sem besti kynnir í dagsjónvarpi fjórtán sinnum. Í þáttunum er fjöldi endurtekinna atriða og þemu, sem dæmi má nefna móður Ellenar, Betty, sem heimsækir þáttinn reglulega og einnig dansar Ellen sjálf í upphafi hvers þáttar, stundum dansar hún inn í áhorfendahópinn og fær jafnvel lánað eitthvað frá áhorfendum, eins og hatt eða flík sem hún klæðist. Sýningar á The Ellen DeGeneres Show hefjast þann 7. mars á Stöð 2 og verður þátturinn sýndur mánudaga til fimmtudaga klukkan 17.45.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15 Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00 Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Urðu heimsfrægir á einu augabragði: Damn, Daniel myndbandið er að brjóta internetið Daniel og Josh eru gjörsamlega að brjóta internetið þessa dagana með myndbandi sínu, Damn, Daniel. 24. febrúar 2016 15:15
Adele stórbrotin í falinni myndavél hjá Ellen: „Ég ætla fá stóran boost í litlu glasi“ Adele var gestur í spjallþætti Ellen í vikunni og tók hún meðal annars þátt í falinni myndavél, eða eins konar stjórnun. 19. febrúar 2016 13:00
Adele gerði Ellen orðlausa þegar hún kallaði píkuna sína Mini-mu, Vajayjay og Pizza Adele er mögnuð. 26. febrúar 2016 10:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp