United áfram eftir að hafa lent undir gegn Midtjylland | Sjáðu mörkin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nýliðinn Marcus Rashford skoraði tvö fyrir United í kvöld.vísir/getty
Manchester United gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk eftir að hafa lent undir gegn danska liðinu Midtjylland á Old Trafford í kvöld.
United komst þar með áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 6-3 samanlagðan sigur.
Meira síðar.
Pione Sisto kom Midtjylland yfir á 27. mínútu:
Nikolay Bodurov skoraði sjálfsmark á 32. mínútu og United jafnaði metin:
Juan Mata lét verja frá sér vítaspyrnu á 43. mínútu
Marcus Rashford kom United í 2-1 forystu á 63. mínútu:
Marcus Rashford kom United í 3-1 forystu á 75. mínútu:
Ander Herrera skoraði úr vítaspyrnu á 88. mínútu:
Memphis Depay skoraði fimmta mark United í uppbótartíma: