ÍR-ingar þurfa að halda sér í deildinni án bandarísks leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:12 Jonathan Mitchell er kominn í sumarfrí. Vísir/Anton Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30
Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30
Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45