Fimmtungur segir hafa verið rangt að frelsa þrælana Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2016 11:10 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur margsinnis sagt að hann vilji banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Hann vill byggja stóran vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur kallað Mexíkóa þjófa og nauðgara. Hann er nú langfremstur meðal jafningja í forvali Repúblikanaflokksins en nýjar kannanir gefa til kynna að ummæli hans hafi unnið Trump mikinn fjölda stuðningsmanna. Tæp tuttugu prósent af stuðningsmönnum Trump telja að Abraham Lincoln hefði ekki átt að frelsa þeldökka þræla í Bandaríkjunum. Þar að auki sögðust 17 prósent þeirra ekki vera viss um hvort að aðgerðir forsetans hefðu verið réttar. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt New York Times sem unnin er upp úr tveimur spurningakönnunum og niðurstöðum forvalsins í Suður-Karólínu. Þá segir einnig að fjölmargir stuðningsmenn hans í Suður-Karólínu styðji það að banna samkynhneigðu fólki að koma til Bandaríkjanna, en það er eitthvað sem Trump hefur ekki nefnt í kosningabaráttunni. Meðal stuðningsmanna Trump er stuðningurinn við þessa hugmynd tvöfaldur miðað við hjá stuðningsmönnum Ted Cruz og Marco Rubio. Einnig voru kjósendur í forvalinu í Suður-Karólínu spurðir hvort að hvítir væru æðri kynstofn. 78 prósent þeirra sögðu svo ekki vera, tíu prósent sögðu já og ellefu prósent voru ekki viss. Meðal stuðningsmanna Donald Trump sögðu þó 68 prósent að hvítir væru ekki æðri. 38 prósent stuðningsmanna hans óska þess að Suðurríkin hefðu unnið borgarastríð Bandaríkjanna. Það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum frambjóðendum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23