Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 19:00 Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira