Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 14:00 Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna. Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna.
Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08