Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 14:00 Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna. Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu bæjarstjóra Garðabæjar ályktun eftir hádegi í dag þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. Ályktunin kemur til vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun alþingismanna á meðan að kennarar hafa verið samningslausir um nokkurt skeið. Kennararnir krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem staðan sé alvarleg og að grunnskólakennarar eigi erfitt með að lifa á þessum launakjörum. Í bréfinu er lögð áhersla á að starf kennarans feli í sér jafn mikla ábyrgð og starf alþingismanna. Þeir fara því fram á að laun þeirra verði leiðrétt og að þau verði jöfn launum framhaldsskólakennara og annarra háskólamenntaðra stétta enda séu grunnskólakennarar með fimm ára háskólanám á bakinu. Kennararnir telja einnig að skilyrði til að sinna starfinu séu erfiðari en áður. Krafist sé bundinnar viðveru af þeim sem sé þvert á hugmyndir um fjölskylduvænna vinnuumhverfi. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár tekur einnig mikinn tíma frá undirbúningi kennslu samkvæmt yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir að kennararnir fái ekki greitt sérstaklega fyrir innleiðingu aðalnámskrárinnar þrátt fyrir að í kjarasamningi kennara standi að greiða skuli sérstaklega fyrir umfangsmikla námskrárvinnu. Nefnt er að aðalnámskráin kollvarpi áherslum í námsmati og kennslu að miklu leyti. Sérstaklega er tekið fram að þessi vinnubrögð ríkis og sveitarfélaga geri það að verkum að gæði kennslu hrakar og álagið á grunnskólakennarana hafi aukist til muna.
Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08