Útganga Breta í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Fjárfestirinn Gina Miller, sem höfðaði málið gegn bresku stjórninni, gengur ásamt fylgdarliði sinu út úr dómshúsinu í London í gær eftir að hafa borið sigur úr býtum. Nordicphotos/AFP Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28