Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2016 16:46 Vísir/GVA Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Samtökin hafa sent bréf á ríkisstjórn Íslands vegna bráðrar hættu sem stafar af lífríki vatnsins vegna næringarefnaauðgunar. „Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var,“ segir í bréfinu. Enn fremur segir þar að Landvernd meti það afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Grípa eigi til allra mögulegra aðgerða sem dragi úr áhrifum mannsins á lífríki svæðisins, ekki síst vegna skólplosunar. „Skútustaðahreppur hefur lýst því yfir að hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Landvernd skorar því á ríkisstjórnina að hlaupa undir bagga með sveitarfélaginu í þeim efnum og enn fremur að tryggja fjármagn til frekari rannsókna. Aðkoma ríkisvaldsins er bráðnauðsynleg til að vernda lífríki Mývatns og Laxár.“ Þá segir einnig að forðast eigi alla röskun af mannavöldum á næringarefnaflæðis til vatnsins. Til dæmis fylgi frekari jarðvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu mikil óvissa. Tengdar fréttir Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Samtökin hafa sent bréf á ríkisstjórn Íslands vegna bráðrar hættu sem stafar af lífríki vatnsins vegna næringarefnaauðgunar. „Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var,“ segir í bréfinu. Enn fremur segir þar að Landvernd meti það afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Grípa eigi til allra mögulegra aðgerða sem dragi úr áhrifum mannsins á lífríki svæðisins, ekki síst vegna skólplosunar. „Skútustaðahreppur hefur lýst því yfir að hann, einn og sér, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum svo draga megi úr mengun frá ferðaþjónustu og annarri starfsemi. Landvernd skorar því á ríkisstjórnina að hlaupa undir bagga með sveitarfélaginu í þeim efnum og enn fremur að tryggja fjármagn til frekari rannsókna. Aðkoma ríkisvaldsins er bráðnauðsynleg til að vernda lífríki Mývatns og Laxár.“ Þá segir einnig að forðast eigi alla röskun af mannavöldum á næringarefnaflæðis til vatnsins. Til dæmis fylgi frekari jarðvarmanýtingu í Bjarnarflagi og á Kröflusvæðinu mikil óvissa.
Tengdar fréttir Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ímynd um ósnortið hálendi þrátt fyrir stíflur, lón og háspennulínur Ef þið haldið að hálendi Íslands sé ósnortið, þá ættuð þið að sjá þessa frétt. 21. apríl 2016 20:00
Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32