Innlent

Líkamsárás gegn unglingsstúlku til rannsóknar hjá lögreglu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Árásin tengist einelti.
Árásin tengist einelti. Vísir/Getty
Ráðist var á unglingsstúlku við Langholtsskóla í gær. Þetta staðfestir Bjarni Ólafur Magnússon lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.

Eins og gefur að skilja er málið afar viðkvæmt enda er um unglinga á aldursbilinu fjórtán til fimmtán ára að ræða. Atvikið er í rannsókn hjá lögreglu og verið er að ræða við hlutaðeigendur.

Bjarni Ólafur staðfestir í samtali við Vísi að Barnaverndarnefnd hafi verið kölluð til líkt og vaninn er með mál sem varða börn og ungmenni. Hann segist ekki geta gefið upplýsingar um líðan stúlkunnar sem varð fyrir meintri árás.

Samkvæmt frétt RÚV varðar málið ekki nemendur við Langholtsskóla heldur sé málið tengt einelti í öðrum grunnskóla. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í skólastjórnendur Langholtsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×