Viðskipti innlent

Hagnaður GAMMA eykst

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma.
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. vísir/gva
Verðbréfafyrirtækið GAMMA hagnaðist um 416,6 milljónir króna á árinu 2015, samanborið við 258 milljónir árið 2014.

Eigið fé félagsins í árslok 2015 nam 922,9 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall félagsins var 54,9 prósent.

Heildareignir í árslok 2015 námu 1.350 milljónum króna, samanborið við 1.029 milljónir króna árið áður. Hlutafé félagsins nam 33,9 milljónum króna.

Sjö hluthafar voru í félaginu í árslok, rétt eins og í ársbyrjun. Lagt er til að greiddur verði út arður að fjárhæð 100 milljóna króna til hluthafa á árinu 2016 vegna rekstrarársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×