Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum. Vísir/Anton Brink „Hvert er orðspor okkar Íslendinga í umheiminum?,“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum mánudaginn 18. apríl síðastliðinn þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Segja má að þessi ummæli Ólafs Ragnars hafi fengið nýja merkingu eftir að kastljósi fjölmiðla ytra var beint að tengslum eiginkonu hans, Dorrit Moussaief, við aflandsfélög. Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú.Ólafur Ragnar þvertók fyrir það í viðtali við CNN þar sem hann var spurður hvort eitthvað ætti eftir að koma upp úr krafsinu um möguleg tengsl hans, eiginkonu hans eða fjölskyldu við aflandsfélög.Þýskir blaðamenn spyrja hvort Íslendingar muni trúa ÓlafiÞessari neitun Ólafs Ragnars er gjarnan slegið upp þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um aflandseign Dorritar. Í þessari grein þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung er spurt vegna Ólafs: „Munu Íslendingar trúa honum? Munu þeir sætta sig við fullyrðingar hans um að eiginkona hans naut ein góðs af nokkrum aflandsfélögum – mun fleiri en eina félagið sem neyddi hinn fallna forsætisráðherra til að segja af sér?“ segir í grein þýska blaðsins og er þar átt við félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.„Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum var Ólafi tíðrætt um orðspor Íslendinga í umheiminum. „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi? Það var einn af þeim þáttum sem ég áréttaði þegar ég kom til landsins áður en forsætisráðherra sagði af sér. Það mál snerist ekki bara um stjórnkerfið hér innanlands heldur snerist líka um heill og heiður Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Við lærðum það í glímunni við bankahrunið að álit umheimsins skiptir miklu máli, skiptir okkur máli, skiptir þjóðina máli. Skiptir efnahagslífið máli, skiptir sjálfsvirðingu okkar líka miklu máli,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að þó það hafi ekki verið afgerandi þáttur í ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri þá hafi það verið þáttur í málflutningi þeirra sem höfðu hvatt hann áfram. „Að það yrði að reyna að tryggja það með mínu framlagi á komandi vikum og mánuðum að orðspor okkar í veröldinni héldist áfram sterkt,“ sagði Ólafur.Fréttastofa Stöðvar 2 var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Ólafs á Bessastöðum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Ólafur byrjar að tala um orðspor Íslands þegar 37 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af útsendingunni.Þegar forsetinn veitti CNN viðtal fyrir 12 dögum um afleiðingar Panama-skjalanna sagði Ólafur Ragnar að kjósendum hefði verið siðferðislega misboðið þegar þeir flykktust út á götur til að mótmæla yfirvöldum. „Ég held að það hafi verið mikilvæg lexía fyrir mig sjálfan og aðra,“ sagði Ólafur.Hægt er að hlusta á viðtal CNN við Ólaf Ragnar hér fyrir neðan.Staða hans sem öflugs talsmanns veikst Það er því ljóst að staða Ólafs Ragnars sem öflugs talsmanns lands og þjóðar hefur veikst töluvert eftir að þessar upplýsingar um fjármál eiginkonu hans komu fram á sjónarsviðið. Sjálf hafa þau ekki viljað veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins. Þau hafa einungis tjáð sig í formi yfirlýsinga og hefur til að mynda lögmaður Dorritar séð um samskipti fyrir hana við fjölmiðla.Í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagðist forsetinn ekki hafa, hvorki nú né áður fyrr, vitneskju um fjárhagstengsl Dorritar. Jafnframt áréttaði forsetinn að hann hefði ávallt verið gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernirSegir ósamkvæmni skína í gegn Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars. Hann segir í samtali við Vísi ljóst að hið fræga „no, no, no, no, no,“ svar Ólafs var ekki sannleikanum samkvæmt og að hið heiðarlega svar hafi því verið látið liggja milli hluta. „Í öðru lagi hefur Ólafur talað sterkt gegn aflandsfélögum. Það er sama hversu aðskilinn fjárhagur þeirra hjóna er - þarna skín í gegn ákveðin ósamkvæmni,“ segir Henry. Í þriðja lagi nefnir hann að Ólafur hafi lagt áherslu á að Ísland þurfi sterkan talsmann í þessum málum sem snúa að fregnum um aflandsfélög. „Fréttir af þeim hjónum í erlendum fjölmiðlum trufla þá mynd sem hann gaf af sjálfum sér; hann er ekki eins sannfærandi,“ segir Henry. Hann tekur hins vegar fram að það sé ekki svo að viðurlög séu gegn því að vera ekki sannfærandi, sannsögull eða ósamkvæmur sjálfum sér. „Þar liggur munurinn á lögfræði og siðfræði. Þess vegna er viturlegt að fara varlega með heykvíslarnar. Nú skiptir öllu máli, eins og við sáum í máli fyrrverandi forsætisráðherra, hvernig viðbrögðin verða. Skynsamleg umræða á báða bóga vitnar um gott og heilbrigt siðferði. Hroki og skortur á skilningi á stöðunni er það sem maður vonast til að verða ekki vitni að - að þessu sinni. Svo geta stjórnmálafræðingar getið sér til um hversu líklegt er að meirihluti kjósenda sé til í að horfa gegnum fingur sér,“ segir Henry. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
„Hvert er orðspor okkar Íslendinga í umheiminum?,“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi á Bessastöðum mánudaginn 18. apríl síðastliðinn þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Segja má að þessi ummæli Ólafs Ragnars hafi fengið nýja merkingu eftir að kastljósi fjölmiðla ytra var beint að tengslum eiginkonu hans, Dorrit Moussaief, við aflandsfélög. Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú.Ólafur Ragnar þvertók fyrir það í viðtali við CNN þar sem hann var spurður hvort eitthvað ætti eftir að koma upp úr krafsinu um möguleg tengsl hans, eiginkonu hans eða fjölskyldu við aflandsfélög.Þýskir blaðamenn spyrja hvort Íslendingar muni trúa ÓlafiÞessari neitun Ólafs Ragnars er gjarnan slegið upp þegar erlendir fjölmiðlar fjalla um aflandseign Dorritar. Í þessari grein þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung er spurt vegna Ólafs: „Munu Íslendingar trúa honum? Munu þeir sætta sig við fullyrðingar hans um að eiginkona hans naut ein góðs af nokkrum aflandsfélögum – mun fleiri en eina félagið sem neyddi hinn fallna forsætisráðherra til að segja af sér?“ segir í grein þýska blaðsins og er þar átt við félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.„Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fyrir 16 dögum var Ólafi tíðrætt um orðspor Íslendinga í umheiminum. „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi? Það var einn af þeim þáttum sem ég áréttaði þegar ég kom til landsins áður en forsætisráðherra sagði af sér. Það mál snerist ekki bara um stjórnkerfið hér innanlands heldur snerist líka um heill og heiður Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Við lærðum það í glímunni við bankahrunið að álit umheimsins skiptir miklu máli, skiptir okkur máli, skiptir þjóðina máli. Skiptir efnahagslífið máli, skiptir sjálfsvirðingu okkar líka miklu máli,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að þó það hafi ekki verið afgerandi þáttur í ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri þá hafi það verið þáttur í málflutningi þeirra sem höfðu hvatt hann áfram. „Að það yrði að reyna að tryggja það með mínu framlagi á komandi vikum og mánuðum að orðspor okkar í veröldinni héldist áfram sterkt,“ sagði Ólafur.Fréttastofa Stöðvar 2 var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Ólafs á Bessastöðum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Ólafur byrjar að tala um orðspor Íslands þegar 37 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af útsendingunni.Þegar forsetinn veitti CNN viðtal fyrir 12 dögum um afleiðingar Panama-skjalanna sagði Ólafur Ragnar að kjósendum hefði verið siðferðislega misboðið þegar þeir flykktust út á götur til að mótmæla yfirvöldum. „Ég held að það hafi verið mikilvæg lexía fyrir mig sjálfan og aðra,“ sagði Ólafur.Hægt er að hlusta á viðtal CNN við Ólaf Ragnar hér fyrir neðan.Staða hans sem öflugs talsmanns veikst Það er því ljóst að staða Ólafs Ragnars sem öflugs talsmanns lands og þjóðar hefur veikst töluvert eftir að þessar upplýsingar um fjármál eiginkonu hans komu fram á sjónarsviðið. Sjálf hafa þau ekki viljað veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins. Þau hafa einungis tjáð sig í formi yfirlýsinga og hefur til að mynda lögmaður Dorritar séð um samskipti fyrir hana við fjölmiðla.Í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagðist forsetinn ekki hafa, hvorki nú né áður fyrr, vitneskju um fjárhagstengsl Dorritar. Jafnframt áréttaði forsetinn að hann hefði ávallt verið gagnrýninn á aflandsfélög og skattaskjól og í áratugi talað fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernirSegir ósamkvæmni skína í gegn Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, segir ákveðna ósamkvæmni skína í gegn í málflutningi Ólafs Ragnars. Hann segir í samtali við Vísi ljóst að hið fræga „no, no, no, no, no,“ svar Ólafs var ekki sannleikanum samkvæmt og að hið heiðarlega svar hafi því verið látið liggja milli hluta. „Í öðru lagi hefur Ólafur talað sterkt gegn aflandsfélögum. Það er sama hversu aðskilinn fjárhagur þeirra hjóna er - þarna skín í gegn ákveðin ósamkvæmni,“ segir Henry. Í þriðja lagi nefnir hann að Ólafur hafi lagt áherslu á að Ísland þurfi sterkan talsmann í þessum málum sem snúa að fregnum um aflandsfélög. „Fréttir af þeim hjónum í erlendum fjölmiðlum trufla þá mynd sem hann gaf af sjálfum sér; hann er ekki eins sannfærandi,“ segir Henry. Hann tekur hins vegar fram að það sé ekki svo að viðurlög séu gegn því að vera ekki sannfærandi, sannsögull eða ósamkvæmur sjálfum sér. „Þar liggur munurinn á lögfræði og siðfræði. Þess vegna er viturlegt að fara varlega með heykvíslarnar. Nú skiptir öllu máli, eins og við sáum í máli fyrrverandi forsætisráðherra, hvernig viðbrögðin verða. Skynsamleg umræða á báða bóga vitnar um gott og heilbrigt siðferði. Hroki og skortur á skilningi á stöðunni er það sem maður vonast til að verða ekki vitni að - að þessu sinni. Svo geta stjórnmálafræðingar getið sér til um hversu líklegt er að meirihluti kjósenda sé til í að horfa gegnum fingur sér,“ segir Henry.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ "Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“ 4. maí 2016 12:13
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent