Innlent

40% fresta læknis­heim­s­ókn vegna kostnaðar

Snærós Sindradóttir skrifar
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, hélt erindi á málþingi BSRB og ASÍ um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu í gær.
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ, hélt erindi á málþingi BSRB og ASÍ um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu í gær. Vísir/Stefán
Að meðaltali greiða heimilin í landinu ríflega 145 þúsund krónur á ári í heilbrigðisútgjöld eða 4,3 prósent af ráðstöfunartekjum sínum. Mest greiða öryrkjar eða tæplega 180 þúsund krónur á ári.

Þetta kom fram í erindi Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunardeild Háskóla Íslands, á málþingi BSRB og ASÍ í gær. Yfirskrift málþingsins var: Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?

Samkvæmt könnun Rúnars frá árinu 2015 hafa tæp 22 prósent landsmanna frestað læknisþjónustu sem þörf var á síðastliðið hálft ár. Kostnaður læknisþjónustu var í mjög auknum mæli frá árinu 1998 ástæða þess að frestað var að leita til læknis. Árið 1998 frestuðu þrjátíu prósent sjúklinga að sækja sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en árið 2015 frestuðu 41,4 prósent því að leita sér hjálpar vegna kostnaðar.

„Við erum á svolítið öðru róli en hin Norðurlöndin því við erum að auka einkafjármögnunina en þau hafa leitast við að lækka hana. Það er ekki tilviljun að þeim fjölgar sem fresta vegna kostnaðar. Við höfum verið vafrandi í þessari stefnumörkun og höfum ýmist verið að lækka eða hækka einkafjármögnunina,“ segir Rúnar. 

 

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×