Skelfilega sorglegur atburður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2016 10:24 Slysið varð á veginum nærri Seljalandsfoss síðdegis í gær. Tilkynning barst lögreglu um klukkan 16:30. Vísir/Anton Brink Mun verr hefði getað farið gagnvart farþegum þegar rútubílstjóri Kynnisferða fékk fyrir hjartað skammt frá Seljalandsfossi síðdegis í gær. Átján dönsk ungmenni voru í rútunni ásamt tveimur fullorðnum og þá var reyndur leiðsögumaður með í för. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir um skelfilega sorglegan atburð sé að ræða bæði innan fyrirtækisins og auðvitað fjölskyldunnar. Kristján lýsir því þannig að rútan, sem var af minni gerðinni, hafi verið á litlum hraða á veginum og hafi runnið útaf honum og stöðvast þar. Kristján segir viðbrögð aðila á staðnum hafa verið mjög góð, allt sem hægt hafi verið að reyna hafi verið reynt, lögregla hafi komið snemma á staðinn en bílstjórinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Hann var úrskurðaður látinn en endurlífgunartilraunir höfðu verið reyndar á vettvangi án árangurs. Enginn farþegi slasaðist en hópurinn var fluttur í Heimaland á Hvolsvelli þar sem allir fengu áfallahjálp að sögn Kristjáns. Önnur rúta frá Kynnisferðum flutti hópinn í bæinn í gærkvöldi þar sem fulltrúar Rauða krossins og prestur tóku á móti þeim. Það hafi verið gert til öryggis að sögn Kristjáns. Í framhaldinu var send út tilkynning til allra 400 starfsmanna Kynnisferða að næstu skref yrðu ákveðin í samráði við ættingja. Nánir samstarfsmenn mannsins á vaktinni hittust í gærkvöldi og allir sem óskuðu eftir aðstoð fengu hana að sögn Kristjáns. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútubílstjóri fékk hjartaáfall undir stýri og lést Rútubílstjóri á fimmtugsaldri lést í gær eftir að hann fékk hjartaáfall undir stýri þar sem hann var á ferð við Seljalandsfoss. 20. maí 2016 09:09 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Mun verr hefði getað farið gagnvart farþegum þegar rútubílstjóri Kynnisferða fékk fyrir hjartað skammt frá Seljalandsfossi síðdegis í gær. Átján dönsk ungmenni voru í rútunni ásamt tveimur fullorðnum og þá var reyndur leiðsögumaður með í för. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir um skelfilega sorglegan atburð sé að ræða bæði innan fyrirtækisins og auðvitað fjölskyldunnar. Kristján lýsir því þannig að rútan, sem var af minni gerðinni, hafi verið á litlum hraða á veginum og hafi runnið útaf honum og stöðvast þar. Kristján segir viðbrögð aðila á staðnum hafa verið mjög góð, allt sem hægt hafi verið að reyna hafi verið reynt, lögregla hafi komið snemma á staðinn en bílstjórinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Hann var úrskurðaður látinn en endurlífgunartilraunir höfðu verið reyndar á vettvangi án árangurs. Enginn farþegi slasaðist en hópurinn var fluttur í Heimaland á Hvolsvelli þar sem allir fengu áfallahjálp að sögn Kristjáns. Önnur rúta frá Kynnisferðum flutti hópinn í bæinn í gærkvöldi þar sem fulltrúar Rauða krossins og prestur tóku á móti þeim. Það hafi verið gert til öryggis að sögn Kristjáns. Í framhaldinu var send út tilkynning til allra 400 starfsmanna Kynnisferða að næstu skref yrðu ákveðin í samráði við ættingja. Nánir samstarfsmenn mannsins á vaktinni hittust í gærkvöldi og allir sem óskuðu eftir aðstoð fengu hana að sögn Kristjáns. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rútubílstjóri fékk hjartaáfall undir stýri og lést Rútubílstjóri á fimmtugsaldri lést í gær eftir að hann fékk hjartaáfall undir stýri þar sem hann var á ferð við Seljalandsfoss. 20. maí 2016 09:09 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Rútubílstjóri fékk hjartaáfall undir stýri og lést Rútubílstjóri á fimmtugsaldri lést í gær eftir að hann fékk hjartaáfall undir stýri þar sem hann var á ferð við Seljalandsfoss. 20. maí 2016 09:09