Bárðarbunga: Engin merki komin fram um breytingar á botni öskjunnar frá síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2016 17:56 Bárðarbunga Vísir Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Engin merki koma fram um breytingar á botni Bárðarbungaröskju frá síðasta ári og engar vísbendingar eru uppi um að vatn sé að safnast fyrir inni í öskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út eftir fund vísindaráðs almannavarna í dag þar sem farið var yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu undanfarnar vikur. Lægðin sem myndaðist við sig öskjunnar í umbrotunum 2014 og 2015 hefur grynnkað vegna innflæðis íss og snjósöfnunar og hefur lægðin grynnkað um átta metra á ári. Íssjármælingar voru gerðar á Bárðarbungu í vorleiðangri Jöklarannsóknarfélags Íslands (JÖRFÍ) dagana 3.-10. júní. „Í leiðangri JÖRFÍ voru einnig gerðar gasmælingar við sigkatla á brúnum öskjunnar sem myndast vegna jarðhita undir jöklinum. Þær sýna að útstreymi gass hefur lítið breyst síðasta árið. Dýpt og stærð katlana hefur ekki verið mæld í nokkurn tíma, en þær mælingar verða aðeins gerðar úr lofti. Ekki er því vitað hvort jarðhiti sé að aukast eða minnka. Ný jarðskjálftastöð í tæplega 1600 metra hæð í norðvestur hlíðum Bárðarbungu, var sett upp 5. júní. Hún bætir nákvæmni staðsetninga jarðskjálfta inni í öskjunni til muna. Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Alls hafa mælst 51 jarðskjálftar stærri en M3 frá goslokum í Bárðarbunguöskunni. Frekari upplýsingar um jarðskjálftana í Bárðarbungu má finna í frétt á vef Veðurstofu Íslands. GPS mælingar sýna færslur í átt frá Bárðarbungu. Líklegasta skýringin á aflögun og jarðskjálftavirkni er innflæði kviku á 10-15 km dýpi undir Bárðarbungu, þar sem kvikan átti uppruna sinn í gosinu 2014-2015. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa. Í kjölfar öskjusigsins í Bárðarbungu og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Því er mikilvægt að fylgjast áfram með þróun katlanna auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira