Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 11:18 Ingólfur Bender vísir/gva „Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15