Áskorun flugmanna á flugvél Landhelgisgæslu Íslands Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni skrifar 24. júní 2016 07:00 Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar