Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 13:21 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“ Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“
Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33