Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 13:21 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“ Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“
Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33