Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 21:19 Boris Johnson er ósáttur við David Cameron. Vísir/Getty Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira