Erlent

Gríðarleg öryggisgæsla í Hong Kong

Zhang Dejijang við komuna til Hong Kong.
Zhang Dejijang við komuna til Hong Kong. Vísir/EPA
Gríðarleg öryggisgæsla er í Hong Kong þar sem háttsetinn ráðamaður Kína er kominn til borgarinnar. Zhang Dejijang er háttsettasti kínverski ráðamaðurinn sem heimsækir borgina frá mótmælum lýðræðissinna í Hong KOng árið 2014. Dejijang fer með málefni Hong Kong innan ríkisstjórnarinnar í höfuðborginni Beijing og hafa lýðræðissinnar gefið það út að þeir muni mótmæla komu hans.

Sex þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út aukalegadrónar eru bannaðir yfir allri borginni og háum girðingum komið fyrir á þeim stöðum sem Dejijang mun heimsækja. Fregnir hafa borist af því að lögregluþjónar hafi tekið regnhlífar af blaðamönnum og meðal annars gult handklæði af ljósmyndara.

Regnhlífar, og þá sérstaklega gular regnhlífar, eru í raun tákn lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong. Mótmælendur hafa heitið því að reyna að komast í gegnum öryggisgæsluna.

Hong Kong var í eigu Breta allt til 1997 þegar Kínverjar tóku yfir. Samkomulag á milli Bretlands og Kína felur í sér að íbúar Hong Kong njóta meira frelsis en aðrir þegnar Kína. Aðgerðarinnar óttast að yfirvöld í Kína ætli sér að draga úr frelsi íbúa og magnaðist sá ótti þegar fimm rithöfundar hurfu frá Hong Kong í fyrra.

Rithöfundarnir voru þekktir fyrir að skrifa umdeildar bækur um Kínverska leiðtoga. Nú hefur komið í ljós að þeir eru í haldi yfirvalda á meginlandinu. Bretar segja það brjóta gegn sáttmálanum um eigendaskipti Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×