Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 18:39 Frá Hmeimim, herstöð Rússa í Sýrlandi. Vísir/AFP Rússar eru sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu í Sýrlandi frá því að vopnahléinu lauk fyrir nærri því tveimur vikum. Fleiri hermenn hafa verið sendir sem og flugvélar og hafa Rússar komið háþróuðum loftvarnarkerfum fyrir í landinu.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa birgðaflutningar frá Rússlandi til Sýrlands tvöfaldast á tveimur vikum. Fjöldi rússneskra herskipa hefur siglt frá Svartahafinu inn í Miðjarðarhaf á tímabilinu. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov til Miðjarðarhafsins auk þriggja freigátna.Yfirlit yfir herafla Rússa í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsRússar sendu upprunalega hluta flughers síns til stuðnings Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, fyrir um ári síðan. Þá átti Assad verulega undir högg að sækja vegna framgöngu uppreisnarhópa. Undanfarnar tvær vikur hafa gífurlega þungar loftárásir verið gerðar á borgina Aleppo og er talið að þær séu með þeim þyngstu í styrjöldinni sem hefur staðið yfir í fimm og hálft ár. Minnst 300 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa yfirgefið heimili sín. Frá því að vopnahléið var afnumið í síðasta mánuði hefur samband Bandaríkjanna og Rússlands súrnað verulega. Bandaríkjamenn voru sagðir vera að íhuga að herða refsiaðgerðir sínar vegna árásanna á Aleppo og því hefur verið haldið fram að þeir hafi verið að skoða möguleika á að gera loftárásir gegn Assad. Hingað til hafa þeir eingöngu einbeitt sér að Íslamska ríkinu. Það að Rússar hafi nú komið upp loftvarnarkerfum í vesturhluta Sýrlands eru sterk skilaboð til Bandaríkjanna um að slíkar loftárásir verði ekki liðnar. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu í Sýrlandi frá því að vopnahléinu lauk fyrir nærri því tveimur vikum. Fleiri hermenn hafa verið sendir sem og flugvélar og hafa Rússar komið háþróuðum loftvarnarkerfum fyrir í landinu.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa birgðaflutningar frá Rússlandi til Sýrlands tvöfaldast á tveimur vikum. Fjöldi rússneskra herskipa hefur siglt frá Svartahafinu inn í Miðjarðarhaf á tímabilinu. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov til Miðjarðarhafsins auk þriggja freigátna.Yfirlit yfir herafla Rússa í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsRússar sendu upprunalega hluta flughers síns til stuðnings Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, fyrir um ári síðan. Þá átti Assad verulega undir högg að sækja vegna framgöngu uppreisnarhópa. Undanfarnar tvær vikur hafa gífurlega þungar loftárásir verið gerðar á borgina Aleppo og er talið að þær séu með þeim þyngstu í styrjöldinni sem hefur staðið yfir í fimm og hálft ár. Minnst 300 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa yfirgefið heimili sín. Frá því að vopnahléið var afnumið í síðasta mánuði hefur samband Bandaríkjanna og Rússlands súrnað verulega. Bandaríkjamenn voru sagðir vera að íhuga að herða refsiaðgerðir sínar vegna árásanna á Aleppo og því hefur verið haldið fram að þeir hafi verið að skoða möguleika á að gera loftárásir gegn Assad. Hingað til hafa þeir eingöngu einbeitt sér að Íslamska ríkinu. Það að Rússar hafi nú komið upp loftvarnarkerfum í vesturhluta Sýrlands eru sterk skilaboð til Bandaríkjanna um að slíkar loftárásir verði ekki liðnar.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira