MH-ingar hæddust að helvítispredikurum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 11:05 Trúboðarnir Angela og Símon vildu frelsa nemendur MH en höfðu ekki erindi. Þau gáfust ekki upp og eltu menntskælingana niður á Klambratún. Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira