Viðskipti innlent

Emmessís fær nýja eigendur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mjólkursamsalan (MS) seldi ísgerðina Emmessís árið 2007.
Mjólkursamsalan (MS) seldi ísgerðina Emmessís árið 2007. Vísir/Arnþór
Hópur fjárfesta undir forystu Einar Arnar Jónssonar, sem kenndur er við Nóatún, hefur fest kaup á 90 prósent hlut í Emmessís. DV greinir frá því að fjárfestahópurinn samanstandi af Einari Erni, Þóri Erni Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sector viðskiptaráðgjafar, Gyðu Dan Johansen, fyrrverandi rekstrarfulltrúa 365 miðla og eiginkona Ara Edwald, forstjóra MS, og Ragnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Emmessís og fyrrverandi formanns Samtaka íslenskra sparisjóða.

DV greinir frá því að Einar, Þórir og Gyða settust öll í stjórn fyrirtækisins þann 19. ágúst. Þau fóru inn í hluthafahópinn í ágúst þegar þau lögðu ísgerðinni til nýtt hlutafé upp á 50 milljónir króna.

Emmessís var áður í eigu Sparisjóðabankans (SPB) og verðbréfafyrirtækisins Arev. Mjólkursamsalan (MS) seldi ísgerðina árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×