Hröð hækkun lánshlutfalls og lána mestu mistökin fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 19:55 Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Losun regluverks húsnæðislána, hröð hækkun lánshlutfalls og hækkun lánsfjárhæða eru stærstu mistökin í húsnæðismálum fyrir hrun sem Íslendingar ættu að varast að endurtaka að mati tveggja hagfræðinga sem greint hafa þróun húsnæðismarkaðarins á síðustu tuttugu og fimm árum. Lúðvík Elíasson hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Reykjavik Economics greindu frá niðurstöðum sínum á skoðun á þróun húsnæðismarkaðarins á Íslandi frá árinu 1989 til ársins 2014 á fundi í Seðlabankanum í dag. En greining þeirra biritist sem kafli í bók um þróun húsnæðismarkaðarins í Evrópu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Á þessu tímabili voru húsnæðislánakerfin í Evrópu mismunandi. „En það var kannski ákveðið þema í gangi yfir þetta tímabil. Einkavæðing húsnæðisfjármögnunar var almennt að aukast. Sumstaðar var hún hafin fyrir tímabilið en annars staðar seinna eins og eins og hér. Kannski vegna þess að við byrjuðum dálítið seinna þá gerðist þetta mjög hratt hérna,“ segir Lúðvík. Á margan hátt sé húsnæðismarkaðurinn nú á svipuðum slóðum og rétt fyrir hrun varðandi húsnæðisverð. Skuldsetning heimila hafi einnig minnkað hratt. Einkavæðingu í fjármögnun húsnæðislána fylgi miklar sveiflur í verði húsnæðis. „Og til að sporna við því hefur regluverkið verið frekar að þrengjast. Þannig að á vissan hátt erum við að sjá núna á seinustu árum töluvert afturhvarf til þess tíma sem var fyrir, að því leyti að regluverkið hins opinbera um fjármögnun fasteigna hefur verið að aukast. Kannski veitir ekki af því en það er að gerast á annan hátt núna og miðar að því að draga úr þeim sveiflum sem við höfum verið að sjá,“ segir Lúðvík. Þeir félagar segja Seðlabankann ekki hafa haft tæki til að setja bönkunum reglur fyrir hrun sem vonandi standi til bóta með frumvörpum sem nú liggi fyrir Alþingi. Hér ætti að geta verið heilbrigt húsnæðiskerfi. Magnús segir að hins vegar þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum sérstaklega. Stórir árgangar séu nú á aldrinum 20 til 30 ára, eða um 50 þúsund manns. Mistökin fyrir hrun hafi verið hröð hækkun lánshlutfalls og lánaupphæða. Lánshlutfallið hafi farið úr 65 prósentum í 90 prósent og jafnvel 100 prósent. Þá hafi lánsfjárhæðirnar nánast verið ótakmarkaðar. „Frá mjög lágri upphæð upp í næstum ótakmarkað. Þannig að fólk fór þá að fjármagna neyslu, fjármagna alls konar hluti sem kannski var ekki ætlast til að það gerði með húsnæðisláni,“ segir Magnús.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira