Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 14:44 Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira