Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. mars 2016 14:44 Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum í kjölfar fyrirhugaðs samnings Evrópusambandsins og Tyrkja. Samningurinn felur það í sér að í hvert sinn sem sýrlenskur flóttamaður flytur sig yfir tyrknesku landamærin til Grikklands, þá skuli honum vísað aftur til Tyrklands með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Fyrir hvern þann flóttamann sem vísað er til Tyrklands fær annar sem dvelur í flóttamannabúðum í Tyrklandi hæli í Evrópu eftir löglegum leiðum. Um er að ræða nokkurs konar „einn inn, einn út“ kerfi. Talið er að nú dvelji um 2,7 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Aldrei hafa jafn margir þurft að flýja heimili sín og undanfarna mánuði síðan að seinni heimsstyrjöldin átti sér stað. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að um tímamót sé að ræða verði samningurinn að veruleika, en Tusk var vongóður um að samningar næðust í næstu viku. Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir Tyrkland hafa tekið byltingarkennda ákvörðun um að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flóttamanna og að verið sé að hjálpa flóttamönnum að komast til Evrópu eftir löglegum leiðum. Selin Girit hjá BBC segir að Tyrkland hafi haldið rétt á spilunum, en þrátt fyrir það þurfi Tyrkland og ESB að ná góðri samvinnu, eigi samningurinn að verða að veruleika. Segir hún enn fremur að tyrkneskir fjölmiðlar hafi tekið vel í fyrirhugaða samninga. Gagnrýnendur hafi hins vegar bent á það að verið sé að líta framhjá mannréttindabrotum Tyrkja. Gagnrýnendur þessa kerfis spyrja sig auk þess þeirrar spurningar hvað verði um þá þúsundir flóttamanna sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Grikklandi.Lagalegar og siðferðislegar áhyggjurMannréttindasamtökin Amnesty International benda á að drögin að samningunum einkennist af lagalegum og siðferðislegum göllum. Iverna McGowan, sem starfar hjá skrifstofu Amnesty í evrópskum málum, segir að ráðamenn ESB og Tyrklands hafi lagst afar lágt með þessum áformum. Þarna sé verið að svipta réttindum og reisn fólks sem býr við hræðilegar aðstöður. Evrópusambandið telur Tyrkland vera öruggan stað og lítur á það sem nokkurs konar „þriðja land“ fyrir endurkomu flóttamanna. Það sem veldur einnig lagalegum áhyggjum fólks er það að Tyrkland er ekki fullgildur meðlimur að Genfarsáttmálanum, sem einblínir á mannúðarskyldur ríkja í stríði.Einn inn, einn út og afstaða Tyrkja gagnvart ESBÞetta áðurnefnda kerfi um að hleypa einum flóttamanni inn til Tyrklands og öðrum til Evrópu úr flóttamannabúðum mun einungis eiga við um Sýrlendinga, verði það að veruleika. Mál þeirra flóttamanna sem vísað er til Tyrklands yrðu í kjölfarið skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni og í framhaldi af því fengju þeir annaðhvort að vera um kyrrt eða átt þá hættu að verða sendir til heimalands síns aftur. Þessir samningar Evrópusambandsins og Tyrkja renna frekari stoðum undir það að Tyrkland muni halda áfram viðræðum um aðild að sambandinu. Það myndi í kjölfarið auðvelda íbúum landsins að ferðast um Evrópu, með hugsanlegri inngöngu í Schengen.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira