Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 22:00 Meðlimir hópsins sem heldur dýraathvarfinu standa vörð fyrir utan svæðið. Vísir/AFP Hópur vopnaðra manna hefur tekið yfir opinbert húsnæði dýraathvarfs í Oregon í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Talsmaður hópsins heitir Ammon Bundy, en hann sagði fyrr í dag að hópurinn hefði ákveðið að kalla sig Citizens for Constitutional Freedom. Hann hefur neitað að segja hve margir menn haldi húsnæðinu. Hann hefur þó nefnt tvær kröfur sem hópurinn vill fá framfylgt með aðgerðum sínum. Auk Ammon er bróðir hans Ryan einnig í forsvari fyrir hópinn. Eitt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti af stjórn sinni á landssvæði athvarfsins svo að „fólk geti endurheimt eigur sínar“ eins og hann orðaði það. Hitt atriðið er að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Alríkisdómari fyrirskipaði að þeir þyrftu þó eingöngu að sitja inni í tvö ár, sem þeir gerðu. Lágmarksdómur fyrir slík brot eru fimm ár og hafa dómstólar nú farið fram á að þeir verði aftur færðir í fangelsi. Þó ekki í þrjú ár heldur fjögur. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Feðgarnir segjast ekki styðja aðgerðir Bundybræðranna. Lögmaður þeirra hefur sagt að þeir muni gefa sig fram á mánudaginn og sætta sig við úrskurð dómsins. Þeir ætla þó að reyna að fá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að náða þá. Hér að neðan má sjá staðsetningu dýraathvarfsins.Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum einungis fylgst með framvindu mála úr fjarska, sem hefur vakið furðu um víða veröld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bundy fjölskyldan grípur til aðgerða af þessu tagi. Árið 2014 stóð faðir þeirra Bundy bræðra í deilum við yfirvöld í Las Vegas sem endaði með umsátri. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Samkvæmt frétt FOX neitar Cliven að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Cliven hélt á sínum tíma ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna. Nú hafa Bundy bræður beitt sömu aðferð aftur. Tveir menn sem halda til í dýraathvarfinu birtu í dag myndband þar sem þeir segja fleira fólki að ganga til liðs við þá. Þannig megi koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Annar þeirra heitir Jon Ritzheimer og er fyrrverandi landgönguliði. Árið 2014 skipulagði hann mótmæli fyrir utan menningarmiðstöð múslima í Pheonix, Arizona, þar sem hann var í bol sem á stoð Fuck Islam. Þá líkti hann sjálfum sér við þá sem skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Ammon Bundy hefur sagt hópurinn ætli sér ekki að yfirgefa svæðið á næstunni. Hann sagði einnig í dag að hópurinn ætlaði sér á næstunni að deila friðarsvæðinu til búgarðaeigenda sem eiga land að friðarsvæðinu og þar með vinda ofan af „aldalöngu óréttlæti stjórnvalda“. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Hins vegar sagðist hann hafa búist við því þegar hann vaknaði í morgun að sjá fjölda alríkislögregluþjóna í bænum. Svo hafi ekki verið. Alríkislögregla Bandaríkjanna sagði frá því í morgun að þeir hefðu tekið við stjórn aðgerða á svæðinu.#OregonUnderAttack Tweets Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hópur vopnaðra manna hefur tekið yfir opinbert húsnæði dýraathvarfs í Oregon í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Talsmaður hópsins heitir Ammon Bundy, en hann sagði fyrr í dag að hópurinn hefði ákveðið að kalla sig Citizens for Constitutional Freedom. Hann hefur neitað að segja hve margir menn haldi húsnæðinu. Hann hefur þó nefnt tvær kröfur sem hópurinn vill fá framfylgt með aðgerðum sínum. Auk Ammon er bróðir hans Ryan einnig í forsvari fyrir hópinn. Eitt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti af stjórn sinni á landssvæði athvarfsins svo að „fólk geti endurheimt eigur sínar“ eins og hann orðaði það. Hitt atriðið er að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Alríkisdómari fyrirskipaði að þeir þyrftu þó eingöngu að sitja inni í tvö ár, sem þeir gerðu. Lágmarksdómur fyrir slík brot eru fimm ár og hafa dómstólar nú farið fram á að þeir verði aftur færðir í fangelsi. Þó ekki í þrjú ár heldur fjögur. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Feðgarnir segjast ekki styðja aðgerðir Bundybræðranna. Lögmaður þeirra hefur sagt að þeir muni gefa sig fram á mánudaginn og sætta sig við úrskurð dómsins. Þeir ætla þó að reyna að fá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að náða þá. Hér að neðan má sjá staðsetningu dýraathvarfsins.Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum einungis fylgst með framvindu mála úr fjarska, sem hefur vakið furðu um víða veröld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bundy fjölskyldan grípur til aðgerða af þessu tagi. Árið 2014 stóð faðir þeirra Bundy bræðra í deilum við yfirvöld í Las Vegas sem endaði með umsátri. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Samkvæmt frétt FOX neitar Cliven að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Cliven hélt á sínum tíma ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna. Nú hafa Bundy bræður beitt sömu aðferð aftur. Tveir menn sem halda til í dýraathvarfinu birtu í dag myndband þar sem þeir segja fleira fólki að ganga til liðs við þá. Þannig megi koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Annar þeirra heitir Jon Ritzheimer og er fyrrverandi landgönguliði. Árið 2014 skipulagði hann mótmæli fyrir utan menningarmiðstöð múslima í Pheonix, Arizona, þar sem hann var í bol sem á stoð Fuck Islam. Þá líkti hann sjálfum sér við þá sem skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Ammon Bundy hefur sagt hópurinn ætli sér ekki að yfirgefa svæðið á næstunni. Hann sagði einnig í dag að hópurinn ætlaði sér á næstunni að deila friðarsvæðinu til búgarðaeigenda sem eiga land að friðarsvæðinu og þar með vinda ofan af „aldalöngu óréttlæti stjórnvalda“. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Hins vegar sagðist hann hafa búist við því þegar hann vaknaði í morgun að sjá fjölda alríkislögregluþjóna í bænum. Svo hafi ekki verið. Alríkislögregla Bandaríkjanna sagði frá því í morgun að þeir hefðu tekið við stjórn aðgerða á svæðinu.#OregonUnderAttack Tweets
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06