FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ammon Bundy í dýraathvarfinu í gær þar sem vopnaðir menn ráða ríkjum. skjáskot Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward. Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward.
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13