Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR „Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira