Facebook í slag við falskar fréttir Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 20:46 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um hlut Facebook og áhrif falskra frétta á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg lýsti því yfir á dögunum að það væri kjánalegt að halda því fram að falskar fréttir á Facebook hefðu haft áhrif á kosningarnar. Nokkrum dögum síðar lýsti fyrirtækið yfir að til stæði að koma í veg fyrir að forsvarsmenn vefsvæða sem birta falskar fréttir geti grætt á dreifingu á Facebook. Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar fréttir sem voru beinlínis rangar voru í dreifingu á Facebook síðustu mánuði. Þá hefur komið í ljós að táningar í bæ einum í Makedóníu stunduðu það að skrifa falskar fréttir og koma þeim í dreifingu á Facebook til þess að græða á því. Táningarnir miðuðu þessar „fréttir“ að stuðningsmönnum Trump þar sem það hafði sýnt sig að þeir væru líklegri til að dreifa fölskum fréttum en aðrir. Buzzfeed fann rúmlega 100 vefsvæði þar sem falskar fréttir voru birtar, sem öllum var stýrt úr frá bænum Veles í Makedóníu. Nú hefur Mark Zuckerberg sagt frá því að til standi að taka verulega á fölskum fréttum á Facebook. Hann tók þó sérstaklega fram að enginn vilji væri til þess að Facebook yrði einhvers konar úrskurðaraðili um hvað er satt og hvað ekki. Þess í stað mun fyrirtækið reyna að vinna með utanaðkomandi aðilum til að bera kennsl á upplýsingar sem eru rangar. Þá mun fyrirtækið einnig gera notendum auðveldara að benda á rangar fréttir. Þar að auki mun Facebook ræða við atvinnumenn um hvernig best megi útfæra þau tæknilegu atriði sem felast í því að berjast gegn fölskum fréttum. Tengdar fréttir Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum dögum um hlut Facebook og áhrif falskra frétta á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg lýsti því yfir á dögunum að það væri kjánalegt að halda því fram að falskar fréttir á Facebook hefðu haft áhrif á kosningarnar. Nokkrum dögum síðar lýsti fyrirtækið yfir að til stæði að koma í veg fyrir að forsvarsmenn vefsvæða sem birta falskar fréttir geti grætt á dreifingu á Facebook. Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar fréttir sem voru beinlínis rangar voru í dreifingu á Facebook síðustu mánuði. Þá hefur komið í ljós að táningar í bæ einum í Makedóníu stunduðu það að skrifa falskar fréttir og koma þeim í dreifingu á Facebook til þess að græða á því. Táningarnir miðuðu þessar „fréttir“ að stuðningsmönnum Trump þar sem það hafði sýnt sig að þeir væru líklegri til að dreifa fölskum fréttum en aðrir. Buzzfeed fann rúmlega 100 vefsvæði þar sem falskar fréttir voru birtar, sem öllum var stýrt úr frá bænum Veles í Makedóníu. Nú hefur Mark Zuckerberg sagt frá því að til standi að taka verulega á fölskum fréttum á Facebook. Hann tók þó sérstaklega fram að enginn vilji væri til þess að Facebook yrði einhvers konar úrskurðaraðili um hvað er satt og hvað ekki. Þess í stað mun fyrirtækið reyna að vinna með utanaðkomandi aðilum til að bera kennsl á upplýsingar sem eru rangar. Þá mun fyrirtækið einnig gera notendum auðveldara að benda á rangar fréttir. Þar að auki mun Facebook ræða við atvinnumenn um hvernig best megi útfæra þau tæknilegu atriði sem felast í því að berjast gegn fölskum fréttum.
Tengdar fréttir Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samfélagsmiðlarisinn hefur orðið fyrir verulegri gagnrýni vegna dreifinga frétta sem eru rangar. 15. nóvember 2016 11:30