Mannleg samkennd er ofmetin Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Föstudagurinn 14. desember 2012. Morgunn. Hinn tvítugi Adam Lanza stendur yfir rúmi móður sinnar. Hann mundar riffil og skýtur hana fjórum sinnum í höfuðið. Adam ekur að nærliggjandi barnaskóla. Klukkan er 9:35. Hann brýst inn í skólann og hefur skothríð. Tuttugu börn á aldrinum sex til sjö ára látast ásamt sex starfsmönnum. Adam sviptir sig lífi.Grimmileg mismunun Fjöldi fræðimanna á sviði taugavísinda og sálfræði rannsakar nú mannlega samkennd. Virðast flestir þeirrar skoðunar að hæfni okkar til að finna til með öðrum liggi til grundvallar getu okkar til að vera góð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Því meiri samkennd, því betri heimur. En er það endilega svo? Paul Bloom, prófessor við Yale háskóla, færir rök fyrir því í nýrri bók að málum sé öfugt farið. Samkennd sé ekki undirstaða manngæsku heldur uppspretta grimmilegrar mismununar. Bloom segir viðbrögðin við fjöldamorðinu í Sandy Hook grunnskólanum í smábænum Newtown í Connecticut árið 2012 lýsandi dæmi. Gjöfum rigndi yfir íbúana í kjölfar harmleiksins. Átta hundruð sjálfboðaliðar unnu að því baki brotnu að taka á móti leikföngum og peningagjöfum sem héldu áfram að berast bænum þrátt fyrir að yfirvöld bæðu fólk um að beina örlæti sínu annað.Án þess að eftir sé tekið Um sextíu fjöldaskotárásir í anda þeirrar í Sandy Hook grunnskólanum hafa orðið í Bandaríkjunum síðustu þrjátíu ár. Fórnarlömbin eru rúmlega fimm hundruð. Af öllum morðum sem framin eru í Bandaríkjunum verða 0,1 prósent rakin til fjöldaskotárása. Árið 2005 gekk fellibylurinn Katrín yfir suðausturströnd Bandaríkjanna með miklu mannfalli. Fólk um víða veröld lagði sitt af mörkum, gaf af tíma sínum, fé og jafnvel blóð. En á hverjum einasta degi ársins – án þess að eftir sé tekið – látast tíu sinnum fleiri af völdum fyrirbyggjanlegra sjúkdóma í heiminum en af völdum Katrínar; þrettán sinnum fleiri látast úr vannæringu. Rétt eins og mannseyrað hættir að heyra stöðugan dyn bílaumferðar hættum við smám saman að skynja þjáningar sem eru linnulausar. Eins og 99,9 prósent morða í Bandaríkjunum, hungursneyð í Afríku.Tár og mannslíf Nærri hálf milljón barna í fjórum ríkjum í Vestur- og Mið-Afríku er í lífshættu vegna vannæringar. Í norðausturhluta Nígeríu er talið að 75.000 börn muni deyja ef ekkert er að gert. Nýjustu rannsóknir sýna að mannleg samkennd er alvarlegum takmörkunum háð. Við eigum auðvelt með að finna til með þeim sem líkjast okkur, síður þeim sem eru ólíkir. Við eigum auðvelt með að finna til með ákveðnum einstaklingi, síður stórum hópum. Hagfræðingurinn Thomas Schelling fangaði kjarna vandans fyrir hálfri öld: „Vanti sex ára stúlku með dökkt hár þúsundir dollara fyrir aðgerð sem lengir líf hennar fram að jólum færa peningagjafir pósthúsið í kaf. En fréttist að með brottfalli söluskatts muni aðbúnaður á spítölum í Massachusetts-ríki versna og dauðsföllum fjölga lítillega mun enginn svo mikið sem fella tár, hvað þá taka fram ávísanaheftið.“ UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun til styrktar vannærðum börnum í Afríku. Kynning á átakinu er nokkuð óvenjuleg. Í stað þess að höfða til samkenndar okkar með klassískum ljósmyndum af veikburða börnum er slagorð átaksins „ekki horfa“. Samkennd okkar er hlutdræg. Engin leið er að finna jafnsterkt til með þúsundum ókunnugra og sínum nánustu. Paul Bloom leggur því til að við látum rökhyggju en ekki tilfinningar ráða för er við reynum að breyta rétt gagnvart náunganum. Við þurfum ekki að horfa, klökkna yfir mynd eftir mynd á samfélagsmiðlum af hörmungum veraldarinnar uns við höfum ekki lengur kraft til að standa upp og kaupa í kvöldmatinn. Tár okkar munu ekki bjarga einu einasta sveltandi barni. En upplýst afstaða um að hjálpar sé þörf getur hins vegar gert kraftaverk. Hægt er að styrkja neyðarhjálp UNICEF um 1.000 krónur með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Föstudagurinn 14. desember 2012. Morgunn. Hinn tvítugi Adam Lanza stendur yfir rúmi móður sinnar. Hann mundar riffil og skýtur hana fjórum sinnum í höfuðið. Adam ekur að nærliggjandi barnaskóla. Klukkan er 9:35. Hann brýst inn í skólann og hefur skothríð. Tuttugu börn á aldrinum sex til sjö ára látast ásamt sex starfsmönnum. Adam sviptir sig lífi.Grimmileg mismunun Fjöldi fræðimanna á sviði taugavísinda og sálfræði rannsakar nú mannlega samkennd. Virðast flestir þeirrar skoðunar að hæfni okkar til að finna til með öðrum liggi til grundvallar getu okkar til að vera góð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Því meiri samkennd, því betri heimur. En er það endilega svo? Paul Bloom, prófessor við Yale háskóla, færir rök fyrir því í nýrri bók að málum sé öfugt farið. Samkennd sé ekki undirstaða manngæsku heldur uppspretta grimmilegrar mismununar. Bloom segir viðbrögðin við fjöldamorðinu í Sandy Hook grunnskólanum í smábænum Newtown í Connecticut árið 2012 lýsandi dæmi. Gjöfum rigndi yfir íbúana í kjölfar harmleiksins. Átta hundruð sjálfboðaliðar unnu að því baki brotnu að taka á móti leikföngum og peningagjöfum sem héldu áfram að berast bænum þrátt fyrir að yfirvöld bæðu fólk um að beina örlæti sínu annað.Án þess að eftir sé tekið Um sextíu fjöldaskotárásir í anda þeirrar í Sandy Hook grunnskólanum hafa orðið í Bandaríkjunum síðustu þrjátíu ár. Fórnarlömbin eru rúmlega fimm hundruð. Af öllum morðum sem framin eru í Bandaríkjunum verða 0,1 prósent rakin til fjöldaskotárása. Árið 2005 gekk fellibylurinn Katrín yfir suðausturströnd Bandaríkjanna með miklu mannfalli. Fólk um víða veröld lagði sitt af mörkum, gaf af tíma sínum, fé og jafnvel blóð. En á hverjum einasta degi ársins – án þess að eftir sé tekið – látast tíu sinnum fleiri af völdum fyrirbyggjanlegra sjúkdóma í heiminum en af völdum Katrínar; þrettán sinnum fleiri látast úr vannæringu. Rétt eins og mannseyrað hættir að heyra stöðugan dyn bílaumferðar hættum við smám saman að skynja þjáningar sem eru linnulausar. Eins og 99,9 prósent morða í Bandaríkjunum, hungursneyð í Afríku.Tár og mannslíf Nærri hálf milljón barna í fjórum ríkjum í Vestur- og Mið-Afríku er í lífshættu vegna vannæringar. Í norðausturhluta Nígeríu er talið að 75.000 börn muni deyja ef ekkert er að gert. Nýjustu rannsóknir sýna að mannleg samkennd er alvarlegum takmörkunum háð. Við eigum auðvelt með að finna til með þeim sem líkjast okkur, síður þeim sem eru ólíkir. Við eigum auðvelt með að finna til með ákveðnum einstaklingi, síður stórum hópum. Hagfræðingurinn Thomas Schelling fangaði kjarna vandans fyrir hálfri öld: „Vanti sex ára stúlku með dökkt hár þúsundir dollara fyrir aðgerð sem lengir líf hennar fram að jólum færa peningagjafir pósthúsið í kaf. En fréttist að með brottfalli söluskatts muni aðbúnaður á spítölum í Massachusetts-ríki versna og dauðsföllum fjölga lítillega mun enginn svo mikið sem fella tár, hvað þá taka fram ávísanaheftið.“ UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun til styrktar vannærðum börnum í Afríku. Kynning á átakinu er nokkuð óvenjuleg. Í stað þess að höfða til samkenndar okkar með klassískum ljósmyndum af veikburða börnum er slagorð átaksins „ekki horfa“. Samkennd okkar er hlutdræg. Engin leið er að finna jafnsterkt til með þúsundum ókunnugra og sínum nánustu. Paul Bloom leggur því til að við látum rökhyggju en ekki tilfinningar ráða för er við reynum að breyta rétt gagnvart náunganum. Við þurfum ekki að horfa, klökkna yfir mynd eftir mynd á samfélagsmiðlum af hörmungum veraldarinnar uns við höfum ekki lengur kraft til að standa upp og kaupa í kvöldmatinn. Tár okkar munu ekki bjarga einu einasta sveltandi barni. En upplýst afstaða um að hjálpar sé þörf getur hins vegar gert kraftaverk. Hægt er að styrkja neyðarhjálp UNICEF um 1.000 krónur með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.