Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 15:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti